Tangó er spuni á milli tveggja 16. nóvember 2006 15:15 Þórdís kristleifsdóttir Segir tangó ekki byggjast á fyrirfram ákveðnum rútínum, heldur spuna tveggja einstaklinga. fréttablaðið/Heiða MYND/E.ól Tangófélagið stendur fyrir tangódansleik, milongu, í Gyllta salnum á Hótel Borg í kvöld. Áður en ballið byrjar fá þeir sem vilja tilsögn í tangó svo að þeir séu betur í stakk búnir að láta ljós sitt skína á dansgólfinu. „Við vorum með vorball á Borginni fyrir nokkrum árum og núna langar okkur að prófa hvernig þetta gerir sig svona á fimmtudegi," sagði Þórdís Kristleifsdóttir, sem hefur verið tangófélagi og dansari í um það bil sex ár. „Við erum mjög spennt, þetta er svo fallegur salur og mikil stemning," sagði hún, en Tangófélagið stendur einnig fyrir hálfsmánaðarlegum æfingakvöldum í Kramhúsinu og miðvikudagsböllum í Alþjóðahúsinu. „Tilsögnin á að duga til að fólk átti sig á tónlistinni og fái innsýn í út á hvað dansinn gengur," sagði Þórdís. „Ég hef séð fólk gera mjög skemmtilega hluti á dansgólfinu eftir klukkutíma kennslu. Tangó snýst heldur ekki um fyrirfram ákveðin skref, heldur spuna tveggja einstaklinga," sagði hún, en Þórdís segir þennan spuna vera einna mest heillandi við tangóinn. „Ég er alveg ómöguleg í fyrirfram gefnum rútínum," sagði hún og hló. Það er ekki nauðsyn að mæta með dansfélaga upp á arminn á mílonguna. „Á böllum er eiginlega ætlast til þess að fólk bjóði upp fleirum en bara dansfélaga sínum," sagði Þórdís. „Sumir geta verið feimnir við það til að byrja með, ef að fólk er óöruggt og er að byrja að dansa. Fólk kemst fljótt að því hvað það er gaman að dansa við aðra," bætti hún við. Þórdís segir félagið leggja mikla áherslu á að halda dansleiki. „Annars getur fólk fests í því að vera alltaf á námskeiðum. Ef maður notar dansinn ekki neitt gleymir maður dansinum og tekur hann kannski fram einu sinni á ári.„ Tilsögnin hefst klukkan átta á fimmtudagskvöld og dansleikurinn klukkustund síðar. Allar nánari upplýsingar um starfsemi félagsins má finna á heimasíðu þess, tango.is. Menning Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Tangófélagið stendur fyrir tangódansleik, milongu, í Gyllta salnum á Hótel Borg í kvöld. Áður en ballið byrjar fá þeir sem vilja tilsögn í tangó svo að þeir séu betur í stakk búnir að láta ljós sitt skína á dansgólfinu. „Við vorum með vorball á Borginni fyrir nokkrum árum og núna langar okkur að prófa hvernig þetta gerir sig svona á fimmtudegi," sagði Þórdís Kristleifsdóttir, sem hefur verið tangófélagi og dansari í um það bil sex ár. „Við erum mjög spennt, þetta er svo fallegur salur og mikil stemning," sagði hún, en Tangófélagið stendur einnig fyrir hálfsmánaðarlegum æfingakvöldum í Kramhúsinu og miðvikudagsböllum í Alþjóðahúsinu. „Tilsögnin á að duga til að fólk átti sig á tónlistinni og fái innsýn í út á hvað dansinn gengur," sagði Þórdís. „Ég hef séð fólk gera mjög skemmtilega hluti á dansgólfinu eftir klukkutíma kennslu. Tangó snýst heldur ekki um fyrirfram ákveðin skref, heldur spuna tveggja einstaklinga," sagði hún, en Þórdís segir þennan spuna vera einna mest heillandi við tangóinn. „Ég er alveg ómöguleg í fyrirfram gefnum rútínum," sagði hún og hló. Það er ekki nauðsyn að mæta með dansfélaga upp á arminn á mílonguna. „Á böllum er eiginlega ætlast til þess að fólk bjóði upp fleirum en bara dansfélaga sínum," sagði Þórdís. „Sumir geta verið feimnir við það til að byrja með, ef að fólk er óöruggt og er að byrja að dansa. Fólk kemst fljótt að því hvað það er gaman að dansa við aðra," bætti hún við. Þórdís segir félagið leggja mikla áherslu á að halda dansleiki. „Annars getur fólk fests í því að vera alltaf á námskeiðum. Ef maður notar dansinn ekki neitt gleymir maður dansinum og tekur hann kannski fram einu sinni á ári.„ Tilsögnin hefst klukkan átta á fimmtudagskvöld og dansleikurinn klukkustund síðar. Allar nánari upplýsingar um starfsemi félagsins má finna á heimasíðu þess, tango.is.
Menning Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira