Tangó er spuni á milli tveggja 16. nóvember 2006 15:15 Þórdís kristleifsdóttir Segir tangó ekki byggjast á fyrirfram ákveðnum rútínum, heldur spuna tveggja einstaklinga. fréttablaðið/Heiða MYND/E.ól Tangófélagið stendur fyrir tangódansleik, milongu, í Gyllta salnum á Hótel Borg í kvöld. Áður en ballið byrjar fá þeir sem vilja tilsögn í tangó svo að þeir séu betur í stakk búnir að láta ljós sitt skína á dansgólfinu. „Við vorum með vorball á Borginni fyrir nokkrum árum og núna langar okkur að prófa hvernig þetta gerir sig svona á fimmtudegi," sagði Þórdís Kristleifsdóttir, sem hefur verið tangófélagi og dansari í um það bil sex ár. „Við erum mjög spennt, þetta er svo fallegur salur og mikil stemning," sagði hún, en Tangófélagið stendur einnig fyrir hálfsmánaðarlegum æfingakvöldum í Kramhúsinu og miðvikudagsböllum í Alþjóðahúsinu. „Tilsögnin á að duga til að fólk átti sig á tónlistinni og fái innsýn í út á hvað dansinn gengur," sagði Þórdís. „Ég hef séð fólk gera mjög skemmtilega hluti á dansgólfinu eftir klukkutíma kennslu. Tangó snýst heldur ekki um fyrirfram ákveðin skref, heldur spuna tveggja einstaklinga," sagði hún, en Þórdís segir þennan spuna vera einna mest heillandi við tangóinn. „Ég er alveg ómöguleg í fyrirfram gefnum rútínum," sagði hún og hló. Það er ekki nauðsyn að mæta með dansfélaga upp á arminn á mílonguna. „Á böllum er eiginlega ætlast til þess að fólk bjóði upp fleirum en bara dansfélaga sínum," sagði Þórdís. „Sumir geta verið feimnir við það til að byrja með, ef að fólk er óöruggt og er að byrja að dansa. Fólk kemst fljótt að því hvað það er gaman að dansa við aðra," bætti hún við. Þórdís segir félagið leggja mikla áherslu á að halda dansleiki. „Annars getur fólk fests í því að vera alltaf á námskeiðum. Ef maður notar dansinn ekki neitt gleymir maður dansinum og tekur hann kannski fram einu sinni á ári.„ Tilsögnin hefst klukkan átta á fimmtudagskvöld og dansleikurinn klukkustund síðar. Allar nánari upplýsingar um starfsemi félagsins má finna á heimasíðu þess, tango.is. Menning Mest lesið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Pelsafár hraustra karlmanna geisar á landinu Lífið „Unun að troðið sé á manni þegar svona er“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Tangófélagið stendur fyrir tangódansleik, milongu, í Gyllta salnum á Hótel Borg í kvöld. Áður en ballið byrjar fá þeir sem vilja tilsögn í tangó svo að þeir séu betur í stakk búnir að láta ljós sitt skína á dansgólfinu. „Við vorum með vorball á Borginni fyrir nokkrum árum og núna langar okkur að prófa hvernig þetta gerir sig svona á fimmtudegi," sagði Þórdís Kristleifsdóttir, sem hefur verið tangófélagi og dansari í um það bil sex ár. „Við erum mjög spennt, þetta er svo fallegur salur og mikil stemning," sagði hún, en Tangófélagið stendur einnig fyrir hálfsmánaðarlegum æfingakvöldum í Kramhúsinu og miðvikudagsböllum í Alþjóðahúsinu. „Tilsögnin á að duga til að fólk átti sig á tónlistinni og fái innsýn í út á hvað dansinn gengur," sagði Þórdís. „Ég hef séð fólk gera mjög skemmtilega hluti á dansgólfinu eftir klukkutíma kennslu. Tangó snýst heldur ekki um fyrirfram ákveðin skref, heldur spuna tveggja einstaklinga," sagði hún, en Þórdís segir þennan spuna vera einna mest heillandi við tangóinn. „Ég er alveg ómöguleg í fyrirfram gefnum rútínum," sagði hún og hló. Það er ekki nauðsyn að mæta með dansfélaga upp á arminn á mílonguna. „Á böllum er eiginlega ætlast til þess að fólk bjóði upp fleirum en bara dansfélaga sínum," sagði Þórdís. „Sumir geta verið feimnir við það til að byrja með, ef að fólk er óöruggt og er að byrja að dansa. Fólk kemst fljótt að því hvað það er gaman að dansa við aðra," bætti hún við. Þórdís segir félagið leggja mikla áherslu á að halda dansleiki. „Annars getur fólk fests í því að vera alltaf á námskeiðum. Ef maður notar dansinn ekki neitt gleymir maður dansinum og tekur hann kannski fram einu sinni á ári.„ Tilsögnin hefst klukkan átta á fimmtudagskvöld og dansleikurinn klukkustund síðar. Allar nánari upplýsingar um starfsemi félagsins má finna á heimasíðu þess, tango.is.
Menning Mest lesið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Pelsafár hraustra karlmanna geisar á landinu Lífið „Unun að troðið sé á manni þegar svona er“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira