PS3 næstum uppseld í Japan 15. nóvember 2006 07:00 Úr verslun í Tókýó. Hamagangur var í verslunum í Japan þegar sala hófst á PlayStation 3 leikjatölvunni á laugardag. MYND/AFP Sala á leikjatölvunni PlayStation 3 frá Sony hófst í Japan á laugardag. Tölvurnar dvöldu ekki lengi í hillum verslana því óþreyjufullir leikjatölvuunnendur rifu þær jafnóðum út. Strax á mánudag voru þær við það að seljast upp enda fóru einungis hundrað þúsund stykki í sölu. Ástæðan fyrir því að svo takmarkað magn fór í sölu var galli í Blu-ray drifi leikjatölvunnar, sem hamlaði frekari framleiðslu. Sala á tölvunni hefst í Bandaríkjunum í næstu viku. Evrópubúar fá hana hins vegar ekki í hendur fyrr en í mars á næsta ári. Breska dagblaðið The Guardian segir breska foreldra óánægða yfir því að fá leikjatölvuna í mars enda hafi margir ætlað að gleðja börn sín með hörðum pökkum um jólin. Nokkrir ætla að ganga svo langt að kaupa tölvuna í Bandaríkjunum og Japan. Það er hins vegar erfiðleikum bundið því Sony hefur lagt blátt bann við innflutningi á henni á milli heimsálfa. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira
Sala á leikjatölvunni PlayStation 3 frá Sony hófst í Japan á laugardag. Tölvurnar dvöldu ekki lengi í hillum verslana því óþreyjufullir leikjatölvuunnendur rifu þær jafnóðum út. Strax á mánudag voru þær við það að seljast upp enda fóru einungis hundrað þúsund stykki í sölu. Ástæðan fyrir því að svo takmarkað magn fór í sölu var galli í Blu-ray drifi leikjatölvunnar, sem hamlaði frekari framleiðslu. Sala á tölvunni hefst í Bandaríkjunum í næstu viku. Evrópubúar fá hana hins vegar ekki í hendur fyrr en í mars á næsta ári. Breska dagblaðið The Guardian segir breska foreldra óánægða yfir því að fá leikjatölvuna í mars enda hafi margir ætlað að gleðja börn sín með hörðum pökkum um jólin. Nokkrir ætla að ganga svo langt að kaupa tölvuna í Bandaríkjunum og Japan. Það er hins vegar erfiðleikum bundið því Sony hefur lagt blátt bann við innflutningi á henni á milli heimsálfa.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira