Karlmaður dæmdur í eins árs fangelsi 14. nóvember 2006 00:45 Tuttugu og fimm ára karlmaður var í gær dæmdur í eins árs fangelsi fyrir að ráðast á lögreglumann á skemmtistaðnum Kaffi Akureyri, að kvöldi 31. desember í fyrra. Einnig var maðurinn fundinn sekur um að hafa í fórum sínum rúmlega tvö grömm af amfetamíni. Tveir óeinkennisklæddir lögreglumenn fóru í eftirlitsferð inn á skemmtistaðinn og höfðu afskipti af manninum sem hafði komið við sögu lögreglu áður vegna ofbeldis- og fíkniefnamála. Maðurinn reiddist er annar lögreglumannanna ætlaði sér að athuga hvað hann væri með í vinstri hendi sinni og tók hann lögreglumanninn þá hálstaki, sneri hann niður í gólfið og veitti honum þungt hnefahögg. Lögreglumaðurinn fékk djúpan skurð í vörina og hlaut tognunaráverka á hálsi og kjálka. Í dómnum kemur fram að við handtökuna hafi hópast að lögreglumönnum nokkur fjöldi manna og spörkuðu einhverjir í lögreglumennina. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri hefur aldrei komið í ljós hverjir voru þar að verki. Maðurinn var fyrst dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár, í mars 2003 fyrir líkamsárás. Í desember 2004 var maðurinn aftur dæmdur fyrir líkamsárás, að þessu sinni í sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið í þrjú ár. Í október í fyrra var maðurinn dæmdur í tíu mánaða fangelsi, þar af sjö mánuði skilorðsbundið, fyrir fíkniefnalagabrot. Með broti sínu rauf maðurinn skilorð og þykir „með vísan til sakaferils hans ekki fært að skilorðsbinda refsinguna að neinu leyti", eins og segir orðrétt í dómnum. Innlent Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Sjá meira
Tuttugu og fimm ára karlmaður var í gær dæmdur í eins árs fangelsi fyrir að ráðast á lögreglumann á skemmtistaðnum Kaffi Akureyri, að kvöldi 31. desember í fyrra. Einnig var maðurinn fundinn sekur um að hafa í fórum sínum rúmlega tvö grömm af amfetamíni. Tveir óeinkennisklæddir lögreglumenn fóru í eftirlitsferð inn á skemmtistaðinn og höfðu afskipti af manninum sem hafði komið við sögu lögreglu áður vegna ofbeldis- og fíkniefnamála. Maðurinn reiddist er annar lögreglumannanna ætlaði sér að athuga hvað hann væri með í vinstri hendi sinni og tók hann lögreglumanninn þá hálstaki, sneri hann niður í gólfið og veitti honum þungt hnefahögg. Lögreglumaðurinn fékk djúpan skurð í vörina og hlaut tognunaráverka á hálsi og kjálka. Í dómnum kemur fram að við handtökuna hafi hópast að lögreglumönnum nokkur fjöldi manna og spörkuðu einhverjir í lögreglumennina. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri hefur aldrei komið í ljós hverjir voru þar að verki. Maðurinn var fyrst dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár, í mars 2003 fyrir líkamsárás. Í desember 2004 var maðurinn aftur dæmdur fyrir líkamsárás, að þessu sinni í sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið í þrjú ár. Í október í fyrra var maðurinn dæmdur í tíu mánaða fangelsi, þar af sjö mánuði skilorðsbundið, fyrir fíkniefnalagabrot. Með broti sínu rauf maðurinn skilorð og þykir „með vísan til sakaferils hans ekki fært að skilorðsbinda refsinguna að neinu leyti", eins og segir orðrétt í dómnum.
Innlent Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Sjá meira