Flug lá niðri og skip slitnuðu úr festum í aftakaveðri 6. nóvember 2006 05:45 Meðal þess sem fauk um víðan völl í gær voru trampólín. Lögregla og björgunarsveitarmenn unnu sleitulaust við að aðstoða þá sem urðu fyrir barðinu á óveðrinu í gær. Aftakaveður olli miklu tjóni um allt land í gær. Millilanda- og innanlandsflug lá niðri fram eftir degi og má búast við seinkunum á millilandaflugi í dag. Þrjú skip slitu landfestar, tvö í Hafnarfirði og eitt á Skagaströnd. Rúður brotnuðu í bílum í grjótfoki á Möðrudals-öræfum. Ekki er vitað til þess að nein teljandi slys hafi orðið á fólki. Keflavíkurflugvelli var lokað vegna veðurs í gærmorgun og öllu flugi til landsins beint til Glasgow, en slíkt hefur ekki gerst í fjögur ár. Hundruð farþega biðu í Leifsstöð eftir að flug hæfist á ný, sem gerðist upp úr klukkan þrjú. Innanlandsflug lá niðri í gærdag og hófst ekki á ný fyrr en í gærkvöldi. Nokkuð var um að skip slitnuðu frá í óveðrinu. Um níuleytið í gærmorgun var tilkynnt um tvö skip, togara og stálbát, sem rak frá bryggju í Hafnarfirði og strönduðu á klöpp. Björgunarsveitarmenn og starfsmenn hafnarinnar unnu við að koma þeim aftur upp að bryggju og var því lokið seinnipartinn. Togarinn Margrét SK-20 slitnaði einnig frá bryggju á Skagaströnd en björgunarsveitarmenn náðu að binda skipið við bryggju á ný. Fljúgandi grjót braut rúður í fólksbílum sem voru á ferð á Möðrudalsöræfum snemma í gær. Björgunarsveitarbíll Landsbjargar varð einnig fyrir skemmdum vegna grjótfoks þegar hann kom á staðinn til aðstoðar. Veginum var lokað upp úr hádegi vegna veðurofsans og var ekki opnaður aftur fyrr en í gærkvöld. Lögregla og björgunarsveitarmenn um land allt áttu fullt í fangi með að aðstoða þá sem urðu fyrir barðinu á óveðrinu. Meðal annars losnuðu þakplötur af húsum, hjólhýsi fuku um koll og fiskikör ásamt öðrum lauslegum munum fuku. Að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar, höfðu björgunarsveitarmenn sinnt hátt í tvö hundruð útköllum um hádegisbil í gær. Talsmaður lögreglunnar í Reykjavík beinir þeim tilmælum til fólks að ganga betur frá lausum hlutum úti við enda hefði verið vitað af óveðrinu nokkru áður en það skall á. Innlent Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Aftakaveður olli miklu tjóni um allt land í gær. Millilanda- og innanlandsflug lá niðri fram eftir degi og má búast við seinkunum á millilandaflugi í dag. Þrjú skip slitu landfestar, tvö í Hafnarfirði og eitt á Skagaströnd. Rúður brotnuðu í bílum í grjótfoki á Möðrudals-öræfum. Ekki er vitað til þess að nein teljandi slys hafi orðið á fólki. Keflavíkurflugvelli var lokað vegna veðurs í gærmorgun og öllu flugi til landsins beint til Glasgow, en slíkt hefur ekki gerst í fjögur ár. Hundruð farþega biðu í Leifsstöð eftir að flug hæfist á ný, sem gerðist upp úr klukkan þrjú. Innanlandsflug lá niðri í gærdag og hófst ekki á ný fyrr en í gærkvöldi. Nokkuð var um að skip slitnuðu frá í óveðrinu. Um níuleytið í gærmorgun var tilkynnt um tvö skip, togara og stálbát, sem rak frá bryggju í Hafnarfirði og strönduðu á klöpp. Björgunarsveitarmenn og starfsmenn hafnarinnar unnu við að koma þeim aftur upp að bryggju og var því lokið seinnipartinn. Togarinn Margrét SK-20 slitnaði einnig frá bryggju á Skagaströnd en björgunarsveitarmenn náðu að binda skipið við bryggju á ný. Fljúgandi grjót braut rúður í fólksbílum sem voru á ferð á Möðrudalsöræfum snemma í gær. Björgunarsveitarbíll Landsbjargar varð einnig fyrir skemmdum vegna grjótfoks þegar hann kom á staðinn til aðstoðar. Veginum var lokað upp úr hádegi vegna veðurofsans og var ekki opnaður aftur fyrr en í gærkvöld. Lögregla og björgunarsveitarmenn um land allt áttu fullt í fangi með að aðstoða þá sem urðu fyrir barðinu á óveðrinu. Meðal annars losnuðu þakplötur af húsum, hjólhýsi fuku um koll og fiskikör ásamt öðrum lauslegum munum fuku. Að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar, höfðu björgunarsveitarmenn sinnt hátt í tvö hundruð útköllum um hádegisbil í gær. Talsmaður lögreglunnar í Reykjavík beinir þeim tilmælum til fólks að ganga betur frá lausum hlutum úti við enda hefði verið vitað af óveðrinu nokkru áður en það skall á.
Innlent Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira