Stefna Frjálslyndra í málum innflytjenda vekur ugg 6. nóvember 2006 00:01 Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, segir það hafa verið alvarleg mistök hjá íslenskum stjórnvöldum að fallast á frjálst flæði vinnuafls frá ríkjum Evrópusambandsins í Austur-Evrópu, fyrr á árinu. „Frjálslyndi flokkurinn setti fram það sjónarmið að íslenskt samfélag væri ekki tilbúið til þess að taka móti öllum þeim fjölda af útlendingum, sem hingað kæmi þegar gefið var grænt ljós á frjálst flæði vinnuafls, 1. maí á þessu ári. Það hefur komið á daginn, að þessu flæði hafa fylgt margvísleg vandamál sem við erum ekki tilbúin að takast á við." Þrátt fyrir að atvinnuleysi hér á landi hafi verið í lágmarki undanfarin misseri, og útlendingar sem hingað koma að stærstum hluta með fasta vinnu, segir Magnús Þór vandamál hafa skapast. „Það hefði miklu frekar átt að nýta betur þann mannauð sem fyrir er í landinu. Það er töluvert af fólki sem á erfitt með að fá vinnu hér á landi, til dæmis fólk yfir fimmtugu og fólk sem býr við örorku. Auk þess hefði takmörkun á flæðinu haft þensluminnkandi áhrif, og ekki veitir af því. Við Íslendingar þurfum að ræða það hvernig þjóðfélag við viljum skapa og hvort þróunin í málefnum innflytjenda sé æskileg." Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss, segir málflutning Magnús Þórs vera hræðsluáróður. „Magnús Þór byggir málflutning sinn á hræðsluáróðri sem ekki er til þess fallinn að beina umræðu um innflytjendamál í réttan farveg. Kjarni málsins er sá, að þegar atvinnuástand er gott, eins og það er og hefur verið, þá koma útlendingar hingað til lands að vinna. Ef atvinnuástandið versnar þá koma útlendingar síður. Íslenskt samfélag er orðið háð vinnuframlagi útlendinga, það er staðreynd sem mér finnst eðlilegt að fái meira vægi í umræðunni. Tal Magnúsar Þórs, um að hröð fjölgun útlendinga hér á landi sé að skapa umtalsverðan vanda, er ábyrgðarlaus hræðsluáróður." Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir það vera stefnubreytingu ef Frjálslyndi flokkurinn ætli sér að feta inn á þá braut sem Magnús Þór boðar í innflytjendamálum. „Hingað til hafa ekki verið stjórnmálaflokkar hér á landi sem styðja við harðar aðgerðir gegn innflytjendum. Í nágrannalöndum okkar eru flokkar sem setja fyrirvara við innflutning útlendinga, og þeim gengur sumum þokkalega. Hugsanlega er því hægt að efla fylgi lítilla flokka með stefnubreytingu í þessa átt." Innlent Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Sjá meira
Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, segir það hafa verið alvarleg mistök hjá íslenskum stjórnvöldum að fallast á frjálst flæði vinnuafls frá ríkjum Evrópusambandsins í Austur-Evrópu, fyrr á árinu. „Frjálslyndi flokkurinn setti fram það sjónarmið að íslenskt samfélag væri ekki tilbúið til þess að taka móti öllum þeim fjölda af útlendingum, sem hingað kæmi þegar gefið var grænt ljós á frjálst flæði vinnuafls, 1. maí á þessu ári. Það hefur komið á daginn, að þessu flæði hafa fylgt margvísleg vandamál sem við erum ekki tilbúin að takast á við." Þrátt fyrir að atvinnuleysi hér á landi hafi verið í lágmarki undanfarin misseri, og útlendingar sem hingað koma að stærstum hluta með fasta vinnu, segir Magnús Þór vandamál hafa skapast. „Það hefði miklu frekar átt að nýta betur þann mannauð sem fyrir er í landinu. Það er töluvert af fólki sem á erfitt með að fá vinnu hér á landi, til dæmis fólk yfir fimmtugu og fólk sem býr við örorku. Auk þess hefði takmörkun á flæðinu haft þensluminnkandi áhrif, og ekki veitir af því. Við Íslendingar þurfum að ræða það hvernig þjóðfélag við viljum skapa og hvort þróunin í málefnum innflytjenda sé æskileg." Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss, segir málflutning Magnús Þórs vera hræðsluáróður. „Magnús Þór byggir málflutning sinn á hræðsluáróðri sem ekki er til þess fallinn að beina umræðu um innflytjendamál í réttan farveg. Kjarni málsins er sá, að þegar atvinnuástand er gott, eins og það er og hefur verið, þá koma útlendingar hingað til lands að vinna. Ef atvinnuástandið versnar þá koma útlendingar síður. Íslenskt samfélag er orðið háð vinnuframlagi útlendinga, það er staðreynd sem mér finnst eðlilegt að fái meira vægi í umræðunni. Tal Magnúsar Þórs, um að hröð fjölgun útlendinga hér á landi sé að skapa umtalsverðan vanda, er ábyrgðarlaus hræðsluáróður." Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir það vera stefnubreytingu ef Frjálslyndi flokkurinn ætli sér að feta inn á þá braut sem Magnús Þór boðar í innflytjendamálum. „Hingað til hafa ekki verið stjórnmálaflokkar hér á landi sem styðja við harðar aðgerðir gegn innflytjendum. Í nágrannalöndum okkar eru flokkar sem setja fyrirvara við innflutning útlendinga, og þeim gengur sumum þokkalega. Hugsanlega er því hægt að efla fylgi lítilla flokka með stefnubreytingu í þessa átt."
Innlent Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Sjá meira