Segja fjárveitinguna ekki eftirlitslausa 5. nóvember 2006 08:15 Sveinn Hlífar Skúlason „Það er alls ekki rétt að ríkið sé að greiða dvalar- og hjúkrunarheimilum fyrir þjónustu sem það veit ekki hver er. Það er skýrt getið um það hvaða þjónustu á að veita á heimilum," segir Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, um ummæli Dagbjartar Þyrí Þorvarðardóttur, fyrrum hjúkrunarforstjóra Hrafnistuheimilanna, í Fréttablaðinu í gær. Þar segir Dagbjört að ríkið leggi fimmtán milljarða króna í hendur stjórnenda dvalar- og hjúkrunarheimila hérlendis án þess að vita hvernig þeir eru nýttir og aldraðir fái því oft minni þjónustu en þeim ber. Engir þjónustusamningar hafi verið gerðir um hvernig fénu skuli varið og stjórnendur geti farið með fé að vild. Siv segir þetta alrangt. Bæði hafi landlæknir eftirlit með því að þjónustan sem greitt er fyrir sé veitt og einnig sé í gildi ákveðið gæðaeftirlitskerfi sem greitt er eftir. Aðspurð hvort þjónustusamningar við dvalar- og hjúkrunarheimili séu í undirbúningi segir hún að svo sé ekki. „Við höfum ekki verið að undirbúa nýja þjónustusamninga. Við erum að einbeita okkur að endurskoðun gæðaeftirlitskerfisins og erum einnig að endurskoða stefnumótun í þjónustu aldraðra." Sveinn Hlífar Skúlason, forstjóri Hrafnistu, segir rangt að þeir öldruðu sem dvelja á deildum dvalarheimilis, en eru metnir í þörf fyrir hjúkrunarrými, fái ekki þá þjónustu sem þeir þarfnast. „Þetta snýst um lífsgæði. Við viljum að einstaklingar séu sem lengst inni á herbergjum svo þeir geti notið þess lífs sem er á dvalarheimilunum, þó þeir séu metnir í hjúkrun. Ég fullyrði að þjónustan hjá Hrafnistuheimilum hefur verið mjög góð, að mér vitandi hefur aldrei verið kvartað yfir henni." Varðandi eftirlit með fjárveitingum ríkisins segir Sveinn að Hrafnista hafi aldrei staðið á móti þjónustusamningum. „Við sendum heilbrigðisráðuneytinu reglulega skýrslur um allan rekstur, fjölda heimilismanna, tekjur og gjöld. Einnig ganga allir reikningar og uppgjör til ríkisendurskoðanda. Við höfum óskað eftir þjónustusamningum en ríkið hefur ekki viljað verða við því, svarið er að núverandi eftirlit nægi." Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
„Það er alls ekki rétt að ríkið sé að greiða dvalar- og hjúkrunarheimilum fyrir þjónustu sem það veit ekki hver er. Það er skýrt getið um það hvaða þjónustu á að veita á heimilum," segir Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, um ummæli Dagbjartar Þyrí Þorvarðardóttur, fyrrum hjúkrunarforstjóra Hrafnistuheimilanna, í Fréttablaðinu í gær. Þar segir Dagbjört að ríkið leggi fimmtán milljarða króna í hendur stjórnenda dvalar- og hjúkrunarheimila hérlendis án þess að vita hvernig þeir eru nýttir og aldraðir fái því oft minni þjónustu en þeim ber. Engir þjónustusamningar hafi verið gerðir um hvernig fénu skuli varið og stjórnendur geti farið með fé að vild. Siv segir þetta alrangt. Bæði hafi landlæknir eftirlit með því að þjónustan sem greitt er fyrir sé veitt og einnig sé í gildi ákveðið gæðaeftirlitskerfi sem greitt er eftir. Aðspurð hvort þjónustusamningar við dvalar- og hjúkrunarheimili séu í undirbúningi segir hún að svo sé ekki. „Við höfum ekki verið að undirbúa nýja þjónustusamninga. Við erum að einbeita okkur að endurskoðun gæðaeftirlitskerfisins og erum einnig að endurskoða stefnumótun í þjónustu aldraðra." Sveinn Hlífar Skúlason, forstjóri Hrafnistu, segir rangt að þeir öldruðu sem dvelja á deildum dvalarheimilis, en eru metnir í þörf fyrir hjúkrunarrými, fái ekki þá þjónustu sem þeir þarfnast. „Þetta snýst um lífsgæði. Við viljum að einstaklingar séu sem lengst inni á herbergjum svo þeir geti notið þess lífs sem er á dvalarheimilunum, þó þeir séu metnir í hjúkrun. Ég fullyrði að þjónustan hjá Hrafnistuheimilum hefur verið mjög góð, að mér vitandi hefur aldrei verið kvartað yfir henni." Varðandi eftirlit með fjárveitingum ríkisins segir Sveinn að Hrafnista hafi aldrei staðið á móti þjónustusamningum. „Við sendum heilbrigðisráðuneytinu reglulega skýrslur um allan rekstur, fjölda heimilismanna, tekjur og gjöld. Einnig ganga allir reikningar og uppgjör til ríkisendurskoðanda. Við höfum óskað eftir þjónustusamningum en ríkið hefur ekki viljað verða við því, svarið er að núverandi eftirlit nægi."
Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira