Jólaljós í nóvember 5. nóvember 2006 08:45 Kveikt var á hæsta jólatré sem fellt hefur verið á Íslandi við verslun Blómavals í Skútuvogi í gær. MYND/Daníel Rúnarsson Margt var um manninn í verslun Blómavals í gær um það leyti sem kveikt var á jólatré verslunarinnar, sem var 16,8 metra hátt. Viðskiptavinir voru ýmist að versla eða skoða sig um og margir höfðu börn með í för. Felix Bergson leikari söng nokkur jólalög áður en kveikt var á trénu og sjá mátti börn, máluð í framan og í búningi Sollu stirðu sem skemmti í jólalandi verslunarinnar. Vinkonurnar Karólína og Lóa voru staddar í Blómavali ásamt mæðrum sínum en þær voru ekki vissar um hvort þær væru farnar að hlakka til jólanna. Þær biðu þó spenntar eftir að kveikt yrði á trénu. Guðrún, móðir annarrar stúlkunnar, sagðist vera farin að versla til jólanna og sagði fínt að fá jólavarning í verslanir í byrjun nóvember. "Það er gaman að sjá tendruð jólatré og jólaseríur um þetta leyti til að lífga upp á skammdegið." Guðrún, sem stödd var í versluninni ásamt ömmubarni sínu Guðrúnu Eddu, sagði fullsnemmt að stilla upp jólaskrauti í byrjun nóvember en mætti á svæðið með nöfnu sinni til að fylgjast með Sollu stirðu. Kristinn Einarson, framkvæmdastjóri Blómavals, sagði jólavarning í Blómavali settan snemma í sölu í og með vegna þess að fyrirtækið þjónusti fyrirtæki og verslanir með jólavörur. "Við miðum við að jólavörurnar séu komnar í verslun okkar í byrjun nóvember ár hvert." Sigríður, Valgerður og Ingibjörg voru meðal þeirra sem staddar voru í versluninni í gær og sögðust þær vera að skoða jólavarning en kaupin yrðu gerð síðar. Þær stöllur voru ekki frá því að jólaskraut í verslunum mætti bíða fram í miðjan nóvember en vildu þó ekki heyra jólalög fyrr en í byrjun desember, en jólalögin voru þegar farin að óma í verslun Blómavals í gær. Tréð sem kveikt var á í gær er 55 ára gamalt sitkagreni sem höggvið var á Kirkjubæjarklaustri í lok október. Innlent Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira
Margt var um manninn í verslun Blómavals í gær um það leyti sem kveikt var á jólatré verslunarinnar, sem var 16,8 metra hátt. Viðskiptavinir voru ýmist að versla eða skoða sig um og margir höfðu börn með í för. Felix Bergson leikari söng nokkur jólalög áður en kveikt var á trénu og sjá mátti börn, máluð í framan og í búningi Sollu stirðu sem skemmti í jólalandi verslunarinnar. Vinkonurnar Karólína og Lóa voru staddar í Blómavali ásamt mæðrum sínum en þær voru ekki vissar um hvort þær væru farnar að hlakka til jólanna. Þær biðu þó spenntar eftir að kveikt yrði á trénu. Guðrún, móðir annarrar stúlkunnar, sagðist vera farin að versla til jólanna og sagði fínt að fá jólavarning í verslanir í byrjun nóvember. "Það er gaman að sjá tendruð jólatré og jólaseríur um þetta leyti til að lífga upp á skammdegið." Guðrún, sem stödd var í versluninni ásamt ömmubarni sínu Guðrúnu Eddu, sagði fullsnemmt að stilla upp jólaskrauti í byrjun nóvember en mætti á svæðið með nöfnu sinni til að fylgjast með Sollu stirðu. Kristinn Einarson, framkvæmdastjóri Blómavals, sagði jólavarning í Blómavali settan snemma í sölu í og með vegna þess að fyrirtækið þjónusti fyrirtæki og verslanir með jólavörur. "Við miðum við að jólavörurnar séu komnar í verslun okkar í byrjun nóvember ár hvert." Sigríður, Valgerður og Ingibjörg voru meðal þeirra sem staddar voru í versluninni í gær og sögðust þær vera að skoða jólavarning en kaupin yrðu gerð síðar. Þær stöllur voru ekki frá því að jólaskraut í verslunum mætti bíða fram í miðjan nóvember en vildu þó ekki heyra jólalög fyrr en í byrjun desember, en jólalögin voru þegar farin að óma í verslun Blómavals í gær. Tréð sem kveikt var á í gær er 55 ára gamalt sitkagreni sem höggvið var á Kirkjubæjarklaustri í lok október.
Innlent Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira