Erlend börn standa verr að vígi en íslensk 5. nóvember 2006 09:00 Unglingar af erlendum uppruna standa að mörgu leyti verr að vígi en unglingar af íslenskum uppruna. Tvöfalt til þrefalt líklegra er að krökkum af erlendum uppruna líði illa í skóla, þeim finnist bekkjarfélagarnir síður vingjarnlegir og verði fyrir einelti. Þessir krakkar eru líka tvöfalt til þrefalt líklegri til að reykja daglega, hafa orðið drukknir og byrja snemma að stunda kynlíf. Þetta kemur fram í rannsókn sem Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri, gerði meðal allra tíundubekkinga í vor. Þóroddur segir athyglisvert að ekki virðist skipta öllu máli hvort unglingarnir eigi uppruna sinn að rekja til Vesturlanda eða fjarlægari heimshluta, áhrifin séu svipuð hvort sem foreldrarnir séu frá Svíþjóð, Póllandi, Argentínu eða Víetnam. „Höfuðmáli skiptir hvort annað mál en íslenska er talað á heimilinu. Þóroddur bendir á að fylgst hafi verið með líðan unglinga af erlendum uppruna í fimmtán ár og ekki hafi fundist áður mikill munur á félagshópum hvað varðar vímuefnanotkun eða vandræði í skóla. Ekki virðist hafa skipt máli hvaða menntun og tekjur foreldrarnir hafa. „Nú er að koma hópur sem stendur miklu verr. Krakkar af erlendum uppruna sem búa á heimilum þar sem íslenska er ekki töluð eru margir, einn af tuttugu unglingum," segir hann. Þóroddur bjóst við því að rannsóknin sýndi meiri mun eftir því hvort krakkarnir kæmu frá fjarlægari löndum, til dæmis varðandi fordóma, en það virðist ekki skipta máli. Krökkunum sé hjálpað í skólanum en enginn hugsi út í foreldrana. „Hvað gerist ef foreldrarnir geta ekki mætt á foreldrafundi og geta ekki lesið efni frá skólanum eða fylgst með umfjöllun í fjölmiðlum? Þegar foreldrarnir eru svona eingangraðir eru krakkarnir eina tenging fjölskyldunnar við íslenskt samfélag og þá mæðir mikið á þeim. Þessu held ég að þurfi að huga betur að." Rannsóknin var gerð í samstarfi Lýðheilsustöðvar og Háskólans á Akureyri. Innlent Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Sjá meira
Unglingar af erlendum uppruna standa að mörgu leyti verr að vígi en unglingar af íslenskum uppruna. Tvöfalt til þrefalt líklegra er að krökkum af erlendum uppruna líði illa í skóla, þeim finnist bekkjarfélagarnir síður vingjarnlegir og verði fyrir einelti. Þessir krakkar eru líka tvöfalt til þrefalt líklegri til að reykja daglega, hafa orðið drukknir og byrja snemma að stunda kynlíf. Þetta kemur fram í rannsókn sem Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri, gerði meðal allra tíundubekkinga í vor. Þóroddur segir athyglisvert að ekki virðist skipta öllu máli hvort unglingarnir eigi uppruna sinn að rekja til Vesturlanda eða fjarlægari heimshluta, áhrifin séu svipuð hvort sem foreldrarnir séu frá Svíþjóð, Póllandi, Argentínu eða Víetnam. „Höfuðmáli skiptir hvort annað mál en íslenska er talað á heimilinu. Þóroddur bendir á að fylgst hafi verið með líðan unglinga af erlendum uppruna í fimmtán ár og ekki hafi fundist áður mikill munur á félagshópum hvað varðar vímuefnanotkun eða vandræði í skóla. Ekki virðist hafa skipt máli hvaða menntun og tekjur foreldrarnir hafa. „Nú er að koma hópur sem stendur miklu verr. Krakkar af erlendum uppruna sem búa á heimilum þar sem íslenska er ekki töluð eru margir, einn af tuttugu unglingum," segir hann. Þóroddur bjóst við því að rannsóknin sýndi meiri mun eftir því hvort krakkarnir kæmu frá fjarlægari löndum, til dæmis varðandi fordóma, en það virðist ekki skipta máli. Krökkunum sé hjálpað í skólanum en enginn hugsi út í foreldrana. „Hvað gerist ef foreldrarnir geta ekki mætt á foreldrafundi og geta ekki lesið efni frá skólanum eða fylgst með umfjöllun í fjölmiðlum? Þegar foreldrarnir eru svona eingangraðir eru krakkarnir eina tenging fjölskyldunnar við íslenskt samfélag og þá mæðir mikið á þeim. Þessu held ég að þurfi að huga betur að." Rannsóknin var gerð í samstarfi Lýðheilsustöðvar og Háskólans á Akureyri.
Innlent Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Sjá meira