Kaupin gagnrýnd 5. nóvember 2006 07:00 Kaup Íslandspósts á Samskiptum þykja umdeilanleg. MYND/Stefán Íslandspóstur, sem er að öllu leyti í ríkiseigu, á fyrst og fremst að einbeita sér að opinberu markmiði sínu en ekki að kaupa sig inn á samkeppnismarkað einkavæddra fyrirtækja í óskyldum rekstri. Þetta segir Gunnar Gylfason, framkvæmdastjóri ATH markaðs- og prentlausna, um kaup Íslandspósts á prentfyrirtækinu Samskiptum sem gengið var frá 30. október síðastliðinn. Starfsemi Samskipta er sambærileg við þjónustu ATH, það er alhliða prentþjónusta auk ýmissa verkefna tengdum stórsýningum, og því segir Gunnar ríkið stíga með kaupunum inn á markað þar sem einkafyrirtæki berjist um kúnna. „Það liggur alveg fyrir að Íslandspóstur fer með þessum kaupum inn á markað sem er alls óskyldur þeim sem Íslandspóstur starfar á. Á þeim forsendum finnst mér kaupin umdeilanleg. Starfsemi Samskipta liggur fyrir utan yfirlýst hlutverk Íslandspósts og þess vegna er ekki óeðlilegt að óska eftir skýrum svörum við því hvað fyrirtækið ætli sér með þessum kaupum.“ Ingimundur Sigur-pálsson, forstjóri Íslandspósts, segir kaupin lið í nútímavæðingu fyrirtækisins. „Við teljum starfsemi Samskipta falla vel að hugmyndum okkar um nútímalega og skilvirka þjónustu fyrir neytendur. Prentþjónusta er þegar farin að færast nær okkar starfsviði, þegar horft er til þróunar erlendis, og það er okkar metnaður að fylgja þeirri þróun eftir hér á landi.“ Kaupverðið fæst ekki uppgefið á grundvelli samkomulags sem Eiríkur Víkingsson, fyrrverandi eigandi Samskipta, gerði við forsvarsmenn Íslandspósts. Heildarvelta Samskipta á síðasta ári nam 300 milljónum króna. Innlent Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira
Íslandspóstur, sem er að öllu leyti í ríkiseigu, á fyrst og fremst að einbeita sér að opinberu markmiði sínu en ekki að kaupa sig inn á samkeppnismarkað einkavæddra fyrirtækja í óskyldum rekstri. Þetta segir Gunnar Gylfason, framkvæmdastjóri ATH markaðs- og prentlausna, um kaup Íslandspósts á prentfyrirtækinu Samskiptum sem gengið var frá 30. október síðastliðinn. Starfsemi Samskipta er sambærileg við þjónustu ATH, það er alhliða prentþjónusta auk ýmissa verkefna tengdum stórsýningum, og því segir Gunnar ríkið stíga með kaupunum inn á markað þar sem einkafyrirtæki berjist um kúnna. „Það liggur alveg fyrir að Íslandspóstur fer með þessum kaupum inn á markað sem er alls óskyldur þeim sem Íslandspóstur starfar á. Á þeim forsendum finnst mér kaupin umdeilanleg. Starfsemi Samskipta liggur fyrir utan yfirlýst hlutverk Íslandspósts og þess vegna er ekki óeðlilegt að óska eftir skýrum svörum við því hvað fyrirtækið ætli sér með þessum kaupum.“ Ingimundur Sigur-pálsson, forstjóri Íslandspósts, segir kaupin lið í nútímavæðingu fyrirtækisins. „Við teljum starfsemi Samskipta falla vel að hugmyndum okkar um nútímalega og skilvirka þjónustu fyrir neytendur. Prentþjónusta er þegar farin að færast nær okkar starfsviði, þegar horft er til þróunar erlendis, og það er okkar metnaður að fylgja þeirri þróun eftir hér á landi.“ Kaupverðið fæst ekki uppgefið á grundvelli samkomulags sem Eiríkur Víkingsson, fyrrverandi eigandi Samskipta, gerði við forsvarsmenn Íslandspósts. Heildarvelta Samskipta á síðasta ári nam 300 milljónum króna.
Innlent Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira