Reyndi að rugla tollverðina 4. nóvember 2006 01:00 Kókaínsmyglarinn reyndi að villa um fyrir tollvörðum. Myndin er úr safni. Hæstiréttur dæmdi í gær mann, sem sterklega er grunaður um að eiga þátt í stórfelldu kókaín-smygli, í gæsluvarðhald til 20. desember. Héraðsdómur hafði áður kveðið upp úrskurð á sömu lund. Maðurinn er undir sterkum grun um aðild að innflutningi á nær tveimur kílóum af kókaíni, sem voru flutt inn frá Spáni 9. ágúst. Þau fundust í farangri konu sem var honum samferða til landsins. Maðurinn fór á undan henni í gegnum tollskoðun í þeirri von að tollverðir beindu athygli sinni að honum til þess að konan kæmist í gegn með fíkniefnin, að því er segir í greinargerð lögreglu. Honum tókst ekki það ætlunarverk sitt. Enn fremur segir, að maðurinn hafi farið til Spánar þar sem hann hafi sótt efnið til annars sakbornings og afhent konunni það. Þáttur mannsins í málinu sé talinn verulegur þar sem hann hafi viðurkennt að hafa hitt tvo aðra sakborninga og skipulagt innflutning kókaínsins. Þá hafi hann fengið samferðakonu sína til þess að fara með efnin til baka og fara með þau í gegnum tollskoðun. Ákæra hefur verið gefin út á hendur manninum og fleira fólki. Innlent Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Fleiri fréttir Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Sjá meira
Hæstiréttur dæmdi í gær mann, sem sterklega er grunaður um að eiga þátt í stórfelldu kókaín-smygli, í gæsluvarðhald til 20. desember. Héraðsdómur hafði áður kveðið upp úrskurð á sömu lund. Maðurinn er undir sterkum grun um aðild að innflutningi á nær tveimur kílóum af kókaíni, sem voru flutt inn frá Spáni 9. ágúst. Þau fundust í farangri konu sem var honum samferða til landsins. Maðurinn fór á undan henni í gegnum tollskoðun í þeirri von að tollverðir beindu athygli sinni að honum til þess að konan kæmist í gegn með fíkniefnin, að því er segir í greinargerð lögreglu. Honum tókst ekki það ætlunarverk sitt. Enn fremur segir, að maðurinn hafi farið til Spánar þar sem hann hafi sótt efnið til annars sakbornings og afhent konunni það. Þáttur mannsins í málinu sé talinn verulegur þar sem hann hafi viðurkennt að hafa hitt tvo aðra sakborninga og skipulagt innflutning kókaínsins. Þá hafi hann fengið samferðakonu sína til þess að fara með efnin til baka og fara með þau í gegnum tollskoðun. Ákæra hefur verið gefin út á hendur manninum og fleira fólki.
Innlent Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Fleiri fréttir Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Sjá meira