Landsbjörg aflar fjár með neyðarkalli 3. nóvember 2006 06:45 Jón Ingi Sigvaldason Slysavarnir Slysavarnafélagið Landsbjörg mun um komandi helgi standa að fjáröflun um allt land til styrktar uppbyggingarstarfi félagsins. Jón Ingi Sigvaldason, markaðs- og sölustjóri Landsbjargar, segir að farin verði ný leið í fjáröfluninni í ár. „Við erum að fara að selja lítinn neyðarkall á 1.000 krónur stykkið. Hugmyndin er fengin frá systursamtökum okkar í Bretlandi, bresku sjóbjörgunarsamtökunum. Þeir hafa verið með svona fígúrur sem þeir hafa verið að selja í gegnum árin. Við höfum verið að selja merki í gegnum tíðina og vorum að velta því fyrir okkur að gera slíkt aftur. En okkur fannst þetta alveg stórsniðug hugmynd hjá þeim í Bretlandi og fengum hana því að láni.“ Hann segir að svona söfnun hafi mikla þýðingu fyrir Landsbjörg og vera mjög mikilvægt fyrir rekstur björgunarsveita félagsins sem sé afar dýr. „Nánast allt okkar fé er fengið með frjálsum fjárframlögum. Við lifum á flugeldasölu og svona söfnunum. Allir sem eru í björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru sjálfboðaliðar. Þeir eru tilbúnir til að fara út og bjarga hverjum sem er hvenær sem er. Það er aldrei spurt um hver sé týndur. Við þurfum einfaldlega á þessu fé að halda til að starfrækja sveitirnar okkar og halda þeim gangandi.“ Meðal þess sem peningarnir sem safnast renna til er Björgunarskóli Slysavarnafélagsins. „Björgunarskólinn er farandsskóli og heldur yfir 250 námskeið á ári víðs vegar um landið. Það skiptir engu máli hvort sveitin er lítil eða stór, það er farið með þessi námskeið út um allt. Það er mjög mikilvægt enda eru skólarnir okkar að mennta menn sem síðar geta bjargað mörgum.“ Sala neyðarkallanna mun hefjast í dag klukkan 17 og standa yfir helgina og mun Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, af því tilefni selja fyrsta neyðarkallinn í Smáralindinni. Gengið verður í hús úti á landi en að sögn Jóns Inga verður sá háttur ekki hafður á höfuðborgarsvæðinu. „Þar mun sölufólk standa við verslunarmiðstöðvar og í raun alls staðar þar sem fólk kemur saman. Undirtektirnar hafa líka verið mjög góðar þótt við séum ekki byrjuð að selja. Fólk er farið að hringja og spyrja hvar það geti fengið kallana. Það er líka mjög gott að vera með neyðarkall í vasanum. Maður veit aldrei hvenær maður þarf á honum að halda. Ég reikna með því að neyðarkallinn sé kominn til að vera.“ Innlent Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Slysavarnir Slysavarnafélagið Landsbjörg mun um komandi helgi standa að fjáröflun um allt land til styrktar uppbyggingarstarfi félagsins. Jón Ingi Sigvaldason, markaðs- og sölustjóri Landsbjargar, segir að farin verði ný leið í fjáröfluninni í ár. „Við erum að fara að selja lítinn neyðarkall á 1.000 krónur stykkið. Hugmyndin er fengin frá systursamtökum okkar í Bretlandi, bresku sjóbjörgunarsamtökunum. Þeir hafa verið með svona fígúrur sem þeir hafa verið að selja í gegnum árin. Við höfum verið að selja merki í gegnum tíðina og vorum að velta því fyrir okkur að gera slíkt aftur. En okkur fannst þetta alveg stórsniðug hugmynd hjá þeim í Bretlandi og fengum hana því að láni.“ Hann segir að svona söfnun hafi mikla þýðingu fyrir Landsbjörg og vera mjög mikilvægt fyrir rekstur björgunarsveita félagsins sem sé afar dýr. „Nánast allt okkar fé er fengið með frjálsum fjárframlögum. Við lifum á flugeldasölu og svona söfnunum. Allir sem eru í björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru sjálfboðaliðar. Þeir eru tilbúnir til að fara út og bjarga hverjum sem er hvenær sem er. Það er aldrei spurt um hver sé týndur. Við þurfum einfaldlega á þessu fé að halda til að starfrækja sveitirnar okkar og halda þeim gangandi.“ Meðal þess sem peningarnir sem safnast renna til er Björgunarskóli Slysavarnafélagsins. „Björgunarskólinn er farandsskóli og heldur yfir 250 námskeið á ári víðs vegar um landið. Það skiptir engu máli hvort sveitin er lítil eða stór, það er farið með þessi námskeið út um allt. Það er mjög mikilvægt enda eru skólarnir okkar að mennta menn sem síðar geta bjargað mörgum.“ Sala neyðarkallanna mun hefjast í dag klukkan 17 og standa yfir helgina og mun Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, af því tilefni selja fyrsta neyðarkallinn í Smáralindinni. Gengið verður í hús úti á landi en að sögn Jóns Inga verður sá háttur ekki hafður á höfuðborgarsvæðinu. „Þar mun sölufólk standa við verslunarmiðstöðvar og í raun alls staðar þar sem fólk kemur saman. Undirtektirnar hafa líka verið mjög góðar þótt við séum ekki byrjuð að selja. Fólk er farið að hringja og spyrja hvar það geti fengið kallana. Það er líka mjög gott að vera með neyðarkall í vasanum. Maður veit aldrei hvenær maður þarf á honum að halda. Ég reikna með því að neyðarkallinn sé kominn til að vera.“
Innlent Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira