Loftpúðanum var stolið úr nýja bílnum 26. október 2006 00:01 Knattspyrnumaðurinn ungi, Ari Freyr Skúlason, er hægt og sígandi að aðlagast lífinu í Svíþjóð en hann gekk í raðir Häcken frá Val í sumar. Ari Freyr hefur ekki fengið mikið að spreyta sig í liði Häcken frá því að hann kom til liðsins en strákurinn er þó ekki að örvænta. „Við erum í mikilli fallbaráttu og þjálfarinn er svo hræddur við að breyta liðinu. Einn stjórnarformannanna skilur ekki af hverju ég fæ ekkert að spila og mér finnst ég standa mig vel á æfingum en ég er alltaf sautjándi maður í liðinu. Ég hita alltaf upp með liðinu fyrir leiki en svo fer ég inn í klefa, skipti um föt og horfi á leikina. Það er frekar svekkjandi. Ég bíð samt bara rólegur og fæ vonandi að spila meira á næsta ári, ég er ekkert að stressa mig,“ sagði hinn 19 ára gamli Ari Freyr. Ari keypti sér Audi bifreið fyrir einni og hálfri viku síðan, sem væri ekki til frásögu færandi nema fyrir það að brotist var inn í bílinn stuttu síðar. „Ég var nýbúinn að tryggja bílinn minn og þremur dögum síðar var brotist inn í hann og loftpúðanum úr bílnum var stolið, sem mér finnst alveg fáránlegt. Það er víst eitthvert sprengiefni í loftpúðabúnaðinum í Audi og þeir stela þessu og nota sprengiefnið til að sprengja upp öryggisskápa. Þetta er alls ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist í þessum Audi bílum og lögreglan lítur á þetta sem mjög alvarlegt mál,“ sagði Ari Freyr. Hann sagðist samt mest sakna leðurjakkans sem einnig var stolið, en hann hafði Ari fengið í afmælisgjöf frá foreldrum sínum. „Ég ætlaði ekki að trúa því að loftpúðanum hefði verið stolið þegar ég kom út og sá að búið var að brjótast inn í bílinn minn, en það er engin þjófavörn á bílnum þannig að hann var auðveld bráð. Það er samt frekar fyndið að segja frá þessu öllu saman.“ Ari Freyr býr hjá íslenskri fjölskyldu eins og staðan er í dag en hann mun líklega flytja í sina eigin íbúð um áramótin. „Ég þarf að fara að læra sænskuna en það er mjög vel hugsað um mann hérna og allir vilja allt fyrir mann gera.“ Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn ungi, Ari Freyr Skúlason, er hægt og sígandi að aðlagast lífinu í Svíþjóð en hann gekk í raðir Häcken frá Val í sumar. Ari Freyr hefur ekki fengið mikið að spreyta sig í liði Häcken frá því að hann kom til liðsins en strákurinn er þó ekki að örvænta. „Við erum í mikilli fallbaráttu og þjálfarinn er svo hræddur við að breyta liðinu. Einn stjórnarformannanna skilur ekki af hverju ég fæ ekkert að spila og mér finnst ég standa mig vel á æfingum en ég er alltaf sautjándi maður í liðinu. Ég hita alltaf upp með liðinu fyrir leiki en svo fer ég inn í klefa, skipti um föt og horfi á leikina. Það er frekar svekkjandi. Ég bíð samt bara rólegur og fæ vonandi að spila meira á næsta ári, ég er ekkert að stressa mig,“ sagði hinn 19 ára gamli Ari Freyr. Ari keypti sér Audi bifreið fyrir einni og hálfri viku síðan, sem væri ekki til frásögu færandi nema fyrir það að brotist var inn í bílinn stuttu síðar. „Ég var nýbúinn að tryggja bílinn minn og þremur dögum síðar var brotist inn í hann og loftpúðanum úr bílnum var stolið, sem mér finnst alveg fáránlegt. Það er víst eitthvert sprengiefni í loftpúðabúnaðinum í Audi og þeir stela þessu og nota sprengiefnið til að sprengja upp öryggisskápa. Þetta er alls ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist í þessum Audi bílum og lögreglan lítur á þetta sem mjög alvarlegt mál,“ sagði Ari Freyr. Hann sagðist samt mest sakna leðurjakkans sem einnig var stolið, en hann hafði Ari fengið í afmælisgjöf frá foreldrum sínum. „Ég ætlaði ekki að trúa því að loftpúðanum hefði verið stolið þegar ég kom út og sá að búið var að brjótast inn í bílinn minn, en það er engin þjófavörn á bílnum þannig að hann var auðveld bráð. Það er samt frekar fyndið að segja frá þessu öllu saman.“ Ari Freyr býr hjá íslenskri fjölskyldu eins og staðan er í dag en hann mun líklega flytja í sina eigin íbúð um áramótin. „Ég þarf að fara að læra sænskuna en það er mjög vel hugsað um mann hérna og allir vilja allt fyrir mann gera.“
Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti