Liverpool yfirspilað á Old Trafford 23. október 2006 12:45 scoholes og garcia Paul Scholes átti mjög góðan leik fyrir United í gær og skoraði fyrra mark leiksins. Luis Garcia lék hins vegar langt undir getu. MYND/nordicphotos/getty Beðið var með mikilli eftirvæntingu eftir leik Manchester United og Liverpool sem fram fór á Old Trafford í gær enda um að ræða eina stærstu viðureign tímabilsins. Stuðningsmenn Liverpool hafa þó orðið fyrir mjög miklum vonbrigðum með frammistöðu sinna manna því liðið lék hreint út sagt illa og tapaði verðskuldað 2-0. Sjálfstraustið skein af leikmönnum Manchester United í leiknum en með þessum sigri er liðið komið aftur í efsta sæti deildarinnar, með jafnmörg stig og Chelsea en betri markatölu. Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, hélt uppteknum hætti og breytti byrjunarliði sínu frá síðasta leik. Sérstaklega vakti athygli að sóknarmaðurinn Peter Crouch var settur á bekkinn þrátt fyrir að hafa skorað sigurmark liðsins í Evrópuleik í síðustu viku. Dirk Kuyt var einn í fremstu víglínu og virkaði hann mjög einmana, hann fékk þó besta færi Liverpool í leiknum en skalli hans var ekki nógu góður og auðveldlega varinn. Skömmu eftir það færi komust heimamenn yfir. Paul Scholes var að spila sinn fimm hundraðasta leik í búningi United og hélt upp á það með því að skora á 39. mínútu eftir sendingu frá Ryan Giggs. Louis Saha var sprækur í leiknum og var óheppinn að ná ekki að auka forskot heimamanna fyrir hálfleik. Í seinni hálfleik hélt United áfram að hafa undirtökin og skoraði annað mark verðskuldað á 66. mínútu. Varnarmaðurinn Rio Ferdinand sem skoraði sigurmarkið í viðureign þessara liða á Old Trafford í fyrra skoraði aftur gegn Liverpool en markið var sérlega fallegt. Manchester United var ekki að spila sinn besta leik en liðið átti samt sem áður ekki í erfiðleikum með Liverpool og munar nú ellefu stigum á liðunum. Áhorfendamet var sett á leiknum en 75.828 áhorfendur voru á Old Trafford. Fátt kom á óvart í uppstillingu United nema kannski það að Cristiano Ronaldo var á bekknum en Darren Fletcher byrjaði á hægri vængnum. „Liverpool spilaði varnarsinnað í leiknum og við áttum í erfiðleikum með að brjótast í gegn. Ég einbeiti mér að því að halda okkar marki hreinu en það er altlaf skemmtilegur bónus að ná að skora,“ sagði Rio Ferdinand eftir leikinn. „Ég fagnaði markinu með því að hlaupa að stúkunni þar sem sonur minn sat. Þetta var í fyrsta sinn sem hann mætir á leik og vonandi kemur hann í hverri viku héðan í frá!“ sagði Ferdinand sem hrósaði einnig Paul Scholes. „Hann hefur verið frábær það sem af er þessu tímabili og undirstrikað það hversu sárt hans var saknað á því síðasta.“ Annað hljóð var í Benítez. „Þessi úrslit eru augljóslega mikil vonbrigði fyrir okkur. Mér fannst við byrja leikinn ágætlega en þeir skoruðu fyrst og það gerði útslagið. Við vorum að keppa á móti frábæru liði og gekk erfiðlega að skapa okkur færi. Það er alveg ljóst að við þurfum að leggja harðar að okkur.“ Íþróttir Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira
Beðið var með mikilli eftirvæntingu eftir leik Manchester United og Liverpool sem fram fór á Old Trafford í gær enda um að ræða eina stærstu viðureign tímabilsins. Stuðningsmenn Liverpool hafa þó orðið fyrir mjög miklum vonbrigðum með frammistöðu sinna manna því liðið lék hreint út sagt illa og tapaði verðskuldað 2-0. Sjálfstraustið skein af leikmönnum Manchester United í leiknum en með þessum sigri er liðið komið aftur í efsta sæti deildarinnar, með jafnmörg stig og Chelsea en betri markatölu. Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, hélt uppteknum hætti og breytti byrjunarliði sínu frá síðasta leik. Sérstaklega vakti athygli að sóknarmaðurinn Peter Crouch var settur á bekkinn þrátt fyrir að hafa skorað sigurmark liðsins í Evrópuleik í síðustu viku. Dirk Kuyt var einn í fremstu víglínu og virkaði hann mjög einmana, hann fékk þó besta færi Liverpool í leiknum en skalli hans var ekki nógu góður og auðveldlega varinn. Skömmu eftir það færi komust heimamenn yfir. Paul Scholes var að spila sinn fimm hundraðasta leik í búningi United og hélt upp á það með því að skora á 39. mínútu eftir sendingu frá Ryan Giggs. Louis Saha var sprækur í leiknum og var óheppinn að ná ekki að auka forskot heimamanna fyrir hálfleik. Í seinni hálfleik hélt United áfram að hafa undirtökin og skoraði annað mark verðskuldað á 66. mínútu. Varnarmaðurinn Rio Ferdinand sem skoraði sigurmarkið í viðureign þessara liða á Old Trafford í fyrra skoraði aftur gegn Liverpool en markið var sérlega fallegt. Manchester United var ekki að spila sinn besta leik en liðið átti samt sem áður ekki í erfiðleikum með Liverpool og munar nú ellefu stigum á liðunum. Áhorfendamet var sett á leiknum en 75.828 áhorfendur voru á Old Trafford. Fátt kom á óvart í uppstillingu United nema kannski það að Cristiano Ronaldo var á bekknum en Darren Fletcher byrjaði á hægri vængnum. „Liverpool spilaði varnarsinnað í leiknum og við áttum í erfiðleikum með að brjótast í gegn. Ég einbeiti mér að því að halda okkar marki hreinu en það er altlaf skemmtilegur bónus að ná að skora,“ sagði Rio Ferdinand eftir leikinn. „Ég fagnaði markinu með því að hlaupa að stúkunni þar sem sonur minn sat. Þetta var í fyrsta sinn sem hann mætir á leik og vonandi kemur hann í hverri viku héðan í frá!“ sagði Ferdinand sem hrósaði einnig Paul Scholes. „Hann hefur verið frábær það sem af er þessu tímabili og undirstrikað það hversu sárt hans var saknað á því síðasta.“ Annað hljóð var í Benítez. „Þessi úrslit eru augljóslega mikil vonbrigði fyrir okkur. Mér fannst við byrja leikinn ágætlega en þeir skoruðu fyrst og það gerði útslagið. Við vorum að keppa á móti frábæru liði og gekk erfiðlega að skapa okkur færi. Það er alveg ljóst að við þurfum að leggja harðar að okkur.“
Íþróttir Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira