Hvalveiðar vekja athygli um allan heim 19. október 2006 06:15 Hvalur 9 Hvalveiðiskipið sigldi til hvalveiða í fyrsta skipti í mörg ár á þriðjudag. Veiðarnar hafa vakið mikla athygli en ekki eins hörð viðbrögð og margir bjuggust við. MYND/GVA Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að hefja atvinnuhvalveiðar hefur vakið mikla athygli erlendis. Allar helstu fréttastofur vestan hafs og austan hafa fjallað um málið síðan á þriðjudag. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra sagði við utandagskrárumræður á Alþingi í gær að hann gerði ráð fyrir mótmælum. Mótmæli Breta, sem bárust áður en ákvörðunin um atvinnuhvalveiðar var tilkynnt, sagði hann ekki hafa komið sér á óvart og að hann teldi líklegt að fleiri þjóðir myndu fylgja í kjölfar þeirra á næstu dögum. Einar segir viðbrögðin við fréttunum hafa verið fyrirsjáanleg og ekki eins harkaleg og margir hefðu haldið að þau yrðu. Norsk og grænlensk stjórnvöld fagna ákvörðun Íslendinga og í viðtali við norska blaðið Fiskaren segir Helga Pedersen, sjávarútvegsráðherra Noregs, það fagnaðarefni að íslensk stjórnvöld skuli hafa heimilað hvalveiðar í atvinnuskyni. Hún segir Íslendinga hafa vistfræðilegar forsendur til að hefja hvalveiðar og Norðmenn fagni því að fá félagsskap á hvalveiðisviðinu. Hörðustu mótmælin koma frá stjórnvöldum í Nýja-Sjálandi sem kalla ákvörðunina aumkunarverða. Áströlsk stjórnvöld gagnrýna Íslendinga einnig hart. Fulltrúar utanríkisráðuneytisins áttu í gær fund með sendiherrum þeirra landa, sem hafa sendiráð hér á landi, til að kynna málstað Íslendinga. Þar ítrekaði breski sendiherrann andstöðu Breta við veiðarnar og í sama streng tók sendiherra Bandaríkjanna. Erlendir fjölmiðlar hafa farið mikinn í umfjöllun sinni um hvalveiðarnar. Málið var fyrirferðarmikið á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. Þar er í inngangi greint frá ákvörðun stjórnvalda og ranglega sagt að langreyður væri í útrýmingarhættu. Fréttastofan greindi einnig frá sögu hvalveiða hér við land og aðkomu að Alþjóðahvalveiðiráðinu, ræddi auk þess við talsmenn Grænfriðunga og annarra umhverfisverndarsamtaka. Sérstaklega er þar rætt um markaðsmál. Myndskeið fylgir fréttinni þar sem hvalveiðar eru sýndar en varað við því að myndirnar geti valdið óhug. Fréttastofurnar Reuters og AP tóku málið sérstaklega fyrir og bandarísku dagblöðin Washington Post, New York Times og fleiri birtu grein AP um málið. Málsvarar umhverfisverndarsamtaka eru áberandi í allri umfjöllun um veiðarnar. Innlent Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Sjá meira
Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að hefja atvinnuhvalveiðar hefur vakið mikla athygli erlendis. Allar helstu fréttastofur vestan hafs og austan hafa fjallað um málið síðan á þriðjudag. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra sagði við utandagskrárumræður á Alþingi í gær að hann gerði ráð fyrir mótmælum. Mótmæli Breta, sem bárust áður en ákvörðunin um atvinnuhvalveiðar var tilkynnt, sagði hann ekki hafa komið sér á óvart og að hann teldi líklegt að fleiri þjóðir myndu fylgja í kjölfar þeirra á næstu dögum. Einar segir viðbrögðin við fréttunum hafa verið fyrirsjáanleg og ekki eins harkaleg og margir hefðu haldið að þau yrðu. Norsk og grænlensk stjórnvöld fagna ákvörðun Íslendinga og í viðtali við norska blaðið Fiskaren segir Helga Pedersen, sjávarútvegsráðherra Noregs, það fagnaðarefni að íslensk stjórnvöld skuli hafa heimilað hvalveiðar í atvinnuskyni. Hún segir Íslendinga hafa vistfræðilegar forsendur til að hefja hvalveiðar og Norðmenn fagni því að fá félagsskap á hvalveiðisviðinu. Hörðustu mótmælin koma frá stjórnvöldum í Nýja-Sjálandi sem kalla ákvörðunina aumkunarverða. Áströlsk stjórnvöld gagnrýna Íslendinga einnig hart. Fulltrúar utanríkisráðuneytisins áttu í gær fund með sendiherrum þeirra landa, sem hafa sendiráð hér á landi, til að kynna málstað Íslendinga. Þar ítrekaði breski sendiherrann andstöðu Breta við veiðarnar og í sama streng tók sendiherra Bandaríkjanna. Erlendir fjölmiðlar hafa farið mikinn í umfjöllun sinni um hvalveiðarnar. Málið var fyrirferðarmikið á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. Þar er í inngangi greint frá ákvörðun stjórnvalda og ranglega sagt að langreyður væri í útrýmingarhættu. Fréttastofan greindi einnig frá sögu hvalveiða hér við land og aðkomu að Alþjóðahvalveiðiráðinu, ræddi auk þess við talsmenn Grænfriðunga og annarra umhverfisverndarsamtaka. Sérstaklega er þar rætt um markaðsmál. Myndskeið fylgir fréttinni þar sem hvalveiðar eru sýndar en varað við því að myndirnar geti valdið óhug. Fréttastofurnar Reuters og AP tóku málið sérstaklega fyrir og bandarísku dagblöðin Washington Post, New York Times og fleiri birtu grein AP um málið. Málsvarar umhverfisverndarsamtaka eru áberandi í allri umfjöllun um veiðarnar.
Innlent Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Sjá meira