Hvalveiðar vekja athygli um allan heim 19. október 2006 06:15 Hvalur 9 Hvalveiðiskipið sigldi til hvalveiða í fyrsta skipti í mörg ár á þriðjudag. Veiðarnar hafa vakið mikla athygli en ekki eins hörð viðbrögð og margir bjuggust við. MYND/GVA Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að hefja atvinnuhvalveiðar hefur vakið mikla athygli erlendis. Allar helstu fréttastofur vestan hafs og austan hafa fjallað um málið síðan á þriðjudag. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra sagði við utandagskrárumræður á Alþingi í gær að hann gerði ráð fyrir mótmælum. Mótmæli Breta, sem bárust áður en ákvörðunin um atvinnuhvalveiðar var tilkynnt, sagði hann ekki hafa komið sér á óvart og að hann teldi líklegt að fleiri þjóðir myndu fylgja í kjölfar þeirra á næstu dögum. Einar segir viðbrögðin við fréttunum hafa verið fyrirsjáanleg og ekki eins harkaleg og margir hefðu haldið að þau yrðu. Norsk og grænlensk stjórnvöld fagna ákvörðun Íslendinga og í viðtali við norska blaðið Fiskaren segir Helga Pedersen, sjávarútvegsráðherra Noregs, það fagnaðarefni að íslensk stjórnvöld skuli hafa heimilað hvalveiðar í atvinnuskyni. Hún segir Íslendinga hafa vistfræðilegar forsendur til að hefja hvalveiðar og Norðmenn fagni því að fá félagsskap á hvalveiðisviðinu. Hörðustu mótmælin koma frá stjórnvöldum í Nýja-Sjálandi sem kalla ákvörðunina aumkunarverða. Áströlsk stjórnvöld gagnrýna Íslendinga einnig hart. Fulltrúar utanríkisráðuneytisins áttu í gær fund með sendiherrum þeirra landa, sem hafa sendiráð hér á landi, til að kynna málstað Íslendinga. Þar ítrekaði breski sendiherrann andstöðu Breta við veiðarnar og í sama streng tók sendiherra Bandaríkjanna. Erlendir fjölmiðlar hafa farið mikinn í umfjöllun sinni um hvalveiðarnar. Málið var fyrirferðarmikið á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. Þar er í inngangi greint frá ákvörðun stjórnvalda og ranglega sagt að langreyður væri í útrýmingarhættu. Fréttastofan greindi einnig frá sögu hvalveiða hér við land og aðkomu að Alþjóðahvalveiðiráðinu, ræddi auk þess við talsmenn Grænfriðunga og annarra umhverfisverndarsamtaka. Sérstaklega er þar rætt um markaðsmál. Myndskeið fylgir fréttinni þar sem hvalveiðar eru sýndar en varað við því að myndirnar geti valdið óhug. Fréttastofurnar Reuters og AP tóku málið sérstaklega fyrir og bandarísku dagblöðin Washington Post, New York Times og fleiri birtu grein AP um málið. Málsvarar umhverfisverndarsamtaka eru áberandi í allri umfjöllun um veiðarnar. Innlent Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að hefja atvinnuhvalveiðar hefur vakið mikla athygli erlendis. Allar helstu fréttastofur vestan hafs og austan hafa fjallað um málið síðan á þriðjudag. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra sagði við utandagskrárumræður á Alþingi í gær að hann gerði ráð fyrir mótmælum. Mótmæli Breta, sem bárust áður en ákvörðunin um atvinnuhvalveiðar var tilkynnt, sagði hann ekki hafa komið sér á óvart og að hann teldi líklegt að fleiri þjóðir myndu fylgja í kjölfar þeirra á næstu dögum. Einar segir viðbrögðin við fréttunum hafa verið fyrirsjáanleg og ekki eins harkaleg og margir hefðu haldið að þau yrðu. Norsk og grænlensk stjórnvöld fagna ákvörðun Íslendinga og í viðtali við norska blaðið Fiskaren segir Helga Pedersen, sjávarútvegsráðherra Noregs, það fagnaðarefni að íslensk stjórnvöld skuli hafa heimilað hvalveiðar í atvinnuskyni. Hún segir Íslendinga hafa vistfræðilegar forsendur til að hefja hvalveiðar og Norðmenn fagni því að fá félagsskap á hvalveiðisviðinu. Hörðustu mótmælin koma frá stjórnvöldum í Nýja-Sjálandi sem kalla ákvörðunina aumkunarverða. Áströlsk stjórnvöld gagnrýna Íslendinga einnig hart. Fulltrúar utanríkisráðuneytisins áttu í gær fund með sendiherrum þeirra landa, sem hafa sendiráð hér á landi, til að kynna málstað Íslendinga. Þar ítrekaði breski sendiherrann andstöðu Breta við veiðarnar og í sama streng tók sendiherra Bandaríkjanna. Erlendir fjölmiðlar hafa farið mikinn í umfjöllun sinni um hvalveiðarnar. Málið var fyrirferðarmikið á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. Þar er í inngangi greint frá ákvörðun stjórnvalda og ranglega sagt að langreyður væri í útrýmingarhættu. Fréttastofan greindi einnig frá sögu hvalveiða hér við land og aðkomu að Alþjóðahvalveiðiráðinu, ræddi auk þess við talsmenn Grænfriðunga og annarra umhverfisverndarsamtaka. Sérstaklega er þar rætt um markaðsmál. Myndskeið fylgir fréttinni þar sem hvalveiðar eru sýndar en varað við því að myndirnar geti valdið óhug. Fréttastofurnar Reuters og AP tóku málið sérstaklega fyrir og bandarísku dagblöðin Washington Post, New York Times og fleiri birtu grein AP um málið. Málsvarar umhverfisverndarsamtaka eru áberandi í allri umfjöllun um veiðarnar.
Innlent Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira