Vill verða rokkstjarna 19. október 2006 09:00 Heit Amanda Blank þykir hafa ótrúlegt flæði og hafa klámfengnir textar hennar við dansvæna takta vakið verðskuldaða athygli. Hin eitursvala Amanda Blank spilar á laugardagskvöld á Airwaves. Steinþór Helgi Arnsteinsson ræddi við Amöndu af því tilefni en hún þykir með mest spennandi kvenkyns röppurum í Bandaríkjunum nú um stundir. Það lá ekki beint við hjá Amöndu að fara út í hiphop en það var Naeem Juwan, aðalmaðurinn á bakvið hiphop-sveitina Spank Rock, sem sá að Amanda var miklum hæfileikum gædd. „Hann bað mig um að gera lag með sér og ég sagði einfaldlega ókei." Dónalegri en Lil‘ KimEftir að hljómsveit Naeem, Spank Rock, byrjaði að vekja umtal í Bandaríkjunum með plötunni Yoyoyo... skapaðist einnig umtal um Amöndu sem rappaði í einu lagi plötunnar, Bump. Þótti sérstaklega ótrúlegt flæði hennar og skemmtilega dónalegur texti eftirtektarvert. Var hún meðal annars í einum ritdómi sögð dónlegri en Lil' Kim á sínum dónalegasta degi. „Ég veit ekki alveg hvort þetta er satt en lagið er vissulega mjög dónalegt, ég myndi ekki einu sinni leyfa mömmu að hlusta á það." Amanda segist þó þessa stundina vera að vinna að mun alvarlegri textasmíðum. Vinnur með M.I.A.Amanda hefur ekki eingöngu verið að vinna með Spank Rock að undanförnu, því hún og M.I.A. hafa einnig verið að malla tónlist saman. Fyrsta sólóskífa Amöndu er síðan væntanleg á næstunni. „Platan er frekar dónaleg en afar afar dansvæn, eiginlega það poppaðasta sem ég hef gert." Amanda er samt ekkert alveg viss um að hún vilja alltaf rappa enda nefnir hún Cat Power og Mick Jagger sem fyrirmyndir sínar. „Mig langar í laumi til þess að vera rokkstjarna," segir Amanda að lokum með sinni ofurblíðu rödd. Rappið verður þó í fyrirrúmi þegar Amanda treður upp á Gauknum næstkomandi laugardagskvöld og verður stemningin vafalaust bæði dónaleg og sveitt. Menning Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Hin eitursvala Amanda Blank spilar á laugardagskvöld á Airwaves. Steinþór Helgi Arnsteinsson ræddi við Amöndu af því tilefni en hún þykir með mest spennandi kvenkyns röppurum í Bandaríkjunum nú um stundir. Það lá ekki beint við hjá Amöndu að fara út í hiphop en það var Naeem Juwan, aðalmaðurinn á bakvið hiphop-sveitina Spank Rock, sem sá að Amanda var miklum hæfileikum gædd. „Hann bað mig um að gera lag með sér og ég sagði einfaldlega ókei." Dónalegri en Lil‘ KimEftir að hljómsveit Naeem, Spank Rock, byrjaði að vekja umtal í Bandaríkjunum með plötunni Yoyoyo... skapaðist einnig umtal um Amöndu sem rappaði í einu lagi plötunnar, Bump. Þótti sérstaklega ótrúlegt flæði hennar og skemmtilega dónalegur texti eftirtektarvert. Var hún meðal annars í einum ritdómi sögð dónlegri en Lil' Kim á sínum dónalegasta degi. „Ég veit ekki alveg hvort þetta er satt en lagið er vissulega mjög dónalegt, ég myndi ekki einu sinni leyfa mömmu að hlusta á það." Amanda segist þó þessa stundina vera að vinna að mun alvarlegri textasmíðum. Vinnur með M.I.A.Amanda hefur ekki eingöngu verið að vinna með Spank Rock að undanförnu, því hún og M.I.A. hafa einnig verið að malla tónlist saman. Fyrsta sólóskífa Amöndu er síðan væntanleg á næstunni. „Platan er frekar dónaleg en afar afar dansvæn, eiginlega það poppaðasta sem ég hef gert." Amanda er samt ekkert alveg viss um að hún vilja alltaf rappa enda nefnir hún Cat Power og Mick Jagger sem fyrirmyndir sínar. „Mig langar í laumi til þess að vera rokkstjarna," segir Amanda að lokum með sinni ofurblíðu rödd. Rappið verður þó í fyrirrúmi þegar Amanda treður upp á Gauknum næstkomandi laugardagskvöld og verður stemningin vafalaust bæði dónaleg og sveitt.
Menning Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira