Munu umbylta bresku rokki 18. október 2006 13:15 Klaxons Ætla að sýna Íslendingum hvernig þeir munu umbylta bresku rokki. Aðalnúmerið á sérstöku Moshi Moshi kvöldi á Airwaves í ár er hljómsveitin Klaxons. Steinþór Helgi Arnsteinsson ræddi við Jamie Reynolds, bassaleikar og söngvara sveitarinnar, um komu Klaxons hingað og rísandi veldi sveitarinnar. Hin ofurbreska sveit Klaxons hefur vakið umtal í heimalandi sína að undanförnu og hafa tímarit á borð við NME vart haldið vatni yfir sveitinni. Því er hér um að ræða enn eina verðandi stjórstjörnuna sem heimsækir Iceland Airwaves.Spila kynblendings-framtíðar poppVið erum frá London, stofnuðum sveitina í nóvember síðastliðnum og núna virðast allir vera að tapa glórunni út af okkur, útskýrir Jamie afar hæverkslega. Hann segir að aðalástæðan fyrir vinsældunum sé sú að þeir komi með partíið. Við förum upp á svið og hvetjum alla til þess sleppa fram af sér beislinu sem hefur gengið vel hingað til. Sjálfur segir Jamie að tónlist Klaxons megi flokka sem kynblendings-framtíðar poppi, spilað hávært með miklum gítarhljómi. Ekki amalegt það. Ný plata og jafnframt fyrsta plata Klaxons er væntanleg í janúar og býst Jamie við að platan gjörbreyti bresku tónlistarlandslagi. Jamie vill ekki nefna nein nöfn en segir flest bresk bönd vera nokkuð leiðinleg. Klaxons ætlar þó að breyta þessu. Hlakka mikið tilJamie segist að sjálfsögðu hlakka mikið til að koma til landsins. Við höfum heyrt að íslenskir krakkir fari út eftir miðnætti, detti hressilega í það og séu brjáluð sem hljómar alveg eins hvert annað kvöld hjá okkur. Jamie hlakkar einnig mikið til að spila á Moshi Moshi kvöldinu enda stígur Klaxons á svið seinust erlendra sveita það kvöld á Listasafninu. Jamie segir hins vegar að hljómsveitin þurfi að halda af landi brott daginn eftir en lofar að koma aftur seinna, þegar hljómsveitin hefur umbylt bresku rokki. Þá getum við komið því að á Íslandi líka, segir hinn eiturhressi Jamie að lokum. Menning Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Aðalnúmerið á sérstöku Moshi Moshi kvöldi á Airwaves í ár er hljómsveitin Klaxons. Steinþór Helgi Arnsteinsson ræddi við Jamie Reynolds, bassaleikar og söngvara sveitarinnar, um komu Klaxons hingað og rísandi veldi sveitarinnar. Hin ofurbreska sveit Klaxons hefur vakið umtal í heimalandi sína að undanförnu og hafa tímarit á borð við NME vart haldið vatni yfir sveitinni. Því er hér um að ræða enn eina verðandi stjórstjörnuna sem heimsækir Iceland Airwaves.Spila kynblendings-framtíðar poppVið erum frá London, stofnuðum sveitina í nóvember síðastliðnum og núna virðast allir vera að tapa glórunni út af okkur, útskýrir Jamie afar hæverkslega. Hann segir að aðalástæðan fyrir vinsældunum sé sú að þeir komi með partíið. Við förum upp á svið og hvetjum alla til þess sleppa fram af sér beislinu sem hefur gengið vel hingað til. Sjálfur segir Jamie að tónlist Klaxons megi flokka sem kynblendings-framtíðar poppi, spilað hávært með miklum gítarhljómi. Ekki amalegt það. Ný plata og jafnframt fyrsta plata Klaxons er væntanleg í janúar og býst Jamie við að platan gjörbreyti bresku tónlistarlandslagi. Jamie vill ekki nefna nein nöfn en segir flest bresk bönd vera nokkuð leiðinleg. Klaxons ætlar þó að breyta þessu. Hlakka mikið tilJamie segist að sjálfsögðu hlakka mikið til að koma til landsins. Við höfum heyrt að íslenskir krakkir fari út eftir miðnætti, detti hressilega í það og séu brjáluð sem hljómar alveg eins hvert annað kvöld hjá okkur. Jamie hlakkar einnig mikið til að spila á Moshi Moshi kvöldinu enda stígur Klaxons á svið seinust erlendra sveita það kvöld á Listasafninu. Jamie segir hins vegar að hljómsveitin þurfi að halda af landi brott daginn eftir en lofar að koma aftur seinna, þegar hljómsveitin hefur umbylt bresku rokki. Þá getum við komið því að á Íslandi líka, segir hinn eiturhressi Jamie að lokum.
Menning Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira