Innlent

Útvarpsskatturinn 14.580 á ári

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingu Ríkisútvarpsins í hlutafélag.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingu Ríkisútvarpsins í hlutafélag.

Þeir sem eru skattskyldir – fólk og fyrirtæki – þurfa að greiða 14.580 krónur í skatt til Ríkisútvarpsins ohf. á ári hverju. Þetta kemur fram í frumvarpi menntamálaráðherra um breytingu Ríkisútvarpsins í hlutafélag í eigu ríkisins, sem lagt var fram á Alþingi í gær. Skatturinn verður lagður á eftir 1. janúar 2009 en fram að því verða afnotagjöldin áfram innheimt.

Afnotagjöldin nema nú rúmum 35 þúsund krónum á ári. Séu tveir skattskyldir í heimili þarf fjölskyldan að greiða tæpar þrjátíu þúsund krónur til Ríkisútvarpsins á ári. Séu fjórir skattskyldir nemur fjárhæðin tæpum sextíu þúsund krónum á fjölskylduna.

Frumvarpið er í meginatriðum samhljóða frumvarpi sem lagt var fram á síðasta þingi.

Ríkisútvarpinu ohf. verður heimilt að standa að annarri starfsemi sem tengist starfsemi þess en óheimilt að eiga hlut í öðru fyrirtæki sem gefur út dagblað eða rekur útvarpsstöð.

Menntamálaráðherra fer með eignarhlut ríkisins í Ríkisútvarpinu ohf. Stjórn þess verður kjörin á Alþingi og ræður hún útvarpsstjóra sem ræður aðra starfsmenn. Hlutverk stjórnar verður hliðstætt hlutverki stjórna hlutafélaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×