Réðst tvívegis á sama manninn 6. október 2006 01:30 Héraðsdómur reykjavíkur Maðurinn sagði fórnarlamb sitt hafa klipið í afturenda kærustu sinnar. Rúmlega tvítugur maður hefur verið dæmdur til átta mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar auk ökuleyfissviptingar í þrjá mánuði vegna tveggja líkamsárása og fyrir að hafa tólf sinnum ekið farartækjum án ökuréttinda. Hinn ákærði réðst tvívegis á annan mann í miðborg Reykjavíkur með nokkurra mánaða millibili. Samkvæmt dómsskjölum taldi hann sig eiga sökótt við manninn vegna þess að hann hefði klipið kærustu hans í afturendann. Hann réðst því að manninum og sló hann í andlitið með þeim afleiðingum að hann féll aftur fyrir sig og hlaut skurð á hnakka. Nokkrum mánuðum síðar réðst ákærði aftur að sama manni með höggum og spörkum þannig að hann tvíkjálkabrotnaði við aðförina og hlaut fleiður á hálsi. Hinn ákærði viðurkenndi fyrri árásina fyrir dómi en kvaðst ekki hafa verið staddur í miðborginni þegar sú seinni átti sér stað. Vitnisburður þeirra sem staðfestu þá frásögn ákærða var hins vegar ekki samhljóma og þótti þar af leiðandi ótrúverðugur. Því var hann dæmdur fyrir báðar árásirnar og gert að greiða fórnarlambi sínu tæplega 400.000 krónur auk vaxta og sakakostnaðar. Refsing mannsins fellur niður haldi hann skilorð í þrjú ár. Innlent Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Fleiri fréttir Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Sjá meira
Rúmlega tvítugur maður hefur verið dæmdur til átta mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar auk ökuleyfissviptingar í þrjá mánuði vegna tveggja líkamsárása og fyrir að hafa tólf sinnum ekið farartækjum án ökuréttinda. Hinn ákærði réðst tvívegis á annan mann í miðborg Reykjavíkur með nokkurra mánaða millibili. Samkvæmt dómsskjölum taldi hann sig eiga sökótt við manninn vegna þess að hann hefði klipið kærustu hans í afturendann. Hann réðst því að manninum og sló hann í andlitið með þeim afleiðingum að hann féll aftur fyrir sig og hlaut skurð á hnakka. Nokkrum mánuðum síðar réðst ákærði aftur að sama manni með höggum og spörkum þannig að hann tvíkjálkabrotnaði við aðförina og hlaut fleiður á hálsi. Hinn ákærði viðurkenndi fyrri árásina fyrir dómi en kvaðst ekki hafa verið staddur í miðborginni þegar sú seinni átti sér stað. Vitnisburður þeirra sem staðfestu þá frásögn ákærða var hins vegar ekki samhljóma og þótti þar af leiðandi ótrúverðugur. Því var hann dæmdur fyrir báðar árásirnar og gert að greiða fórnarlambi sínu tæplega 400.000 krónur auk vaxta og sakakostnaðar. Refsing mannsins fellur niður haldi hann skilorð í þrjú ár.
Innlent Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Fleiri fréttir Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Sjá meira