Innlent

Ísland verði tekið af lista hinna fúsu

Össur Skarphéðinsson
Össur Skarphéðinsson

 Formenn þingflokka stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi, Magnús Þór Hafsteinsson Frjálslynda flokknum, Ögmundur Jónasson vinstri grænum og Össur Skarphéðinsson Samfylkingunni hafa endurflutt tillögu til þings­ályktunar um að Ísland verði, með formlegum hætti, tekið af lista þeirra þjóða sem studdu innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Tillagan gerir ráð fyrir að Alþingi feli ríkisstjórninni verkið. Jafnframt er þess krafist að lýst verði yfir að stuðningur við innrásina hafi verið misráðinn.

Magnús Þór Hafsteinsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins, segir algjörlega óásættanlegt að Ísland hafi stutt innrásina á sínum tíma, hún hafi verið glæpsamleg og miklar hörmungar fylgt henni sem séu smánarblettur á ríkisstórn Íslands og þjóðinni allri.

Svo hefur ekki fengist skýring á hvers vegna innrásin var studd, segir Magnús Þór. Hann býst ekki við að tillagan verði samþykkt en hún sé lögð fram til að ítreka, og halda á lofti, andstöðu stjórnarandstöðunnar við ákvörðun stjórnvalda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×