Innlent

Þjóðvegur eitt verði á láglendi

Sigurjón Þórðarson þingmaður Frjálslynda flokksins.
Sigurjón Þórðarson þingmaður Frjálslynda flokksins.

Þingmenn Frjálslynda flokksins vilja að allar helstu leiðir á þjóðvegi 1, Vestfjörðum og norðausturhluta landsins verði á láglendi, undir 200 metra hæð yfir sjávarmáli.

Skal Alþingi gera Vegagerðinni að vinna að tillögum þar að lútandi.

Megináherslan á að vera á jarðgöng og brýr yfir firði. Í greinargerð kemur fram að markmiðinu verði náð með innan við 20 jarðgöngum sem samtals yrðu um 100 kílómetrar að lengd.

Frjálslyndir hafa áður flutt tillögu þessa efnis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×