Innlent

Rafmagnsverð nú hagstæðara

Raforkuverð á Íslandi er nú orðið hagstæðara, borið saman við önnur lönd Vestur Evrópu en var í janúar, þar sem krónan hefur veikst um 16 prósent frá áramótum gagnvart Evrunni.

Í nýrri skýrslu Orkustofnunnar var raforkuverð til heimila borið saman við verð í nokkrum löndum Vestur- Evrópu í janúar.

Þá hafa einnig orðið nokkrar raforkuhækkanir á Norðurlöndunum sem gerir það að verkum að raforkuverð í þéttbýli á Íslandi er nú með því lægsta sem gerist í samanburðarlöndunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×