Innlent

Banka upp á og vilja kaupa

Við Lindargötu Eigendur nokkurra eldri húsa við Lindargötu hafa fengið kauptilboð. Myndin er úr safni.
Við Lindargötu Eigendur nokkurra eldri húsa við Lindargötu hafa fengið kauptilboð. Myndin er úr safni.

 Íbúar nokkurra gamalla húsa við Lindargötu hafa fengið heimsóknir að undanförnu. Þar eru á ferðinni fulltrúar frá fyrirtæki sem kallast Skuggabyggð ehf. Erindi mannanna er að falast eftir kaupum á húsunum til þess að rífa þau og byggja ný.

Tveir húseigendur sem Fréttablaðið ræddi við sögðu að þeir hefðu fengið kauptilboð í hús sín og að tilboðið hefði átt að gilda í viku. Boðið væri markaðsverð í eignirnar og Eignaumboðið fasteignasala myndi sjá um gerð kaupsamninga. Kristinn B. Ragnarsson hjá fasteignasölunni sagði að í bígerð væri að hún sæi um gerð kaupsamninga ef af sölum yrði.

Guðbjartur Ingibergsson athafnamaður, einn af eigendum Skuggabyggðar ehf., kannaðist í samtali við Fréttablaðið við að fyrirtækið hefði áhuga á að kaupa hús við Lindargötuna, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið.

„Ég á þarna nokkar lóðir,“ sagði hann og bætti við að hann hefði verið að festa kaup á þeim síðastliðin ár. Hann sagði að þessi lóðakaup væru eins og hver önnur viðskipti og kvaðst ekki svara Fréttablaðinu frekar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×