Innlent

S5 aftur í Árbæinn

Hraðleið S5 Formaður stjórnar Strætó bs. vonast til að málefni hraðleiðar S5 fari fyrir borgarráð í dag.
Hraðleið S5 Formaður stjórnar Strætó bs. vonast til að málefni hraðleiðar S5 fari fyrir borgarráð í dag.

Stjórn Strætó bs. hefur samþykkt að hraðferðin S5 hefji aftur akstur í Árbæinn, með fyrirvara um að Reykjavíkurborg samþykki greiðslu en akstur á háannatíma kostar 27 til 28 milljónir.

Vilyrðið hefur verið sent til borgarráðs til samþykkis og vonast Ármann Kr. Ólafsson, formaður stjórnar Strætó bs., að kostnaðargreiðslurnar verði samþykktar á fundi borgarráðs í dag. Ef svo verður, geti akstur hraðleiðarinnar hafist aftur á morgun.

Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingar, segir kröfur um sérstakar greiðslur sérkennilegar kveðjur stjórnar Strætó bs. til þeirra sem hafi barist fyrir því að hraðleiðin hæfi akstur og gagnvart meirihluta borgarstjórnar. Eftir stofnun byggðasamlagsins var þjónusta aukin í öllum sveitarfélögunum, án þess að þau hafi þurft að greiða fyrir það, bendir Dagur á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×