Alvöru karlmenn pissa sitjandi 4. október 2006 05:00 VIDAR KLEPPE formaður demókratana Mannréttindi að fá að pissa standandi. Það er allt að verða vitlaust í Noregi. Anne Lise Gjul, skólastjóri Dvergsnes grunnskólans í Kristjánssandi, gerði það að reglu í skólanum að strákar ættu að sitja þegar þeir pissuðu. Formaður Demókratana í Noregi, Vidar Kleppe, er æfur og segir: „Með þessu er verið að skipta sér af sköpunarverki Guðs, því strákar hafa pissað standandi frá örófi alda. Það eru mannréttindi að vera ekki neyddur til að pissa eins og stelpa!“ Skólastjórinn Anne vill lítið segja um orð Vidars, sem fer fyrir flokki sem er mótfallinn innflytjendum í Noregi og berst fyrir meiri kristnifræðslu í skólum, og segir ákvörðunina eingöngu hafa verið tekna út frá hreinlætissjónarmiðum af því að ungir strákar séu ekkert of góðir í að hitta ofan í klósettskálina. Málið er komið í nefnd. Þetta mál er angi af gömlu hitamáli á heimilum. Konur – og þá sérstaklega konur sem sjá um þrif á heimilum – vilja gjarnan að karlarnir pissi sitjandi. Þær fá þó sjaldan vilja sínum framgengt því margir karlmenn álíta það hluta af karlmennsku sinni að pissa standandi. Sígilt er atriði í kvikmyndinni About Schmidt, þegar Jack Nicholson gerir uppreisn eftir lát eiginkonu sinnar og pissar standandi og út um allt. En þetta er að breytast. Meðvitaðir karlmenn eru farnir að pissa sitjandi. „Ég þekki fleiri en einn karlmann sem hefur vanið sig af því að pissa standandi í snarhasti eftir að hann varð ábyrgur fyrir þrifum,“ skrifar Bjarni Rúnar Einarsson á heimasíðu sinni bre.klaki.net. „Ég tel sjálfan mig þar með – ég pissa yfirleitt sitjandi ef klósettið er ekki þeim mun subbulegra fyrir. Snyrtimennskan og þrifin eiga þar stóran þátt, en það skiptir mig einnig máli að það fer víst betur með þvag- og kynfærin að sitja. Maður nær betur að tæma allt dótið og það þykir víst hollt. Ég vil fara vel með græjurnar mínar.“ Guðjón Haraldsson, þvagfæraskurðlæknir á Landspítalanum, segir að engar rannsóknir styðji það eða hafni að betra sé að pissa sitjandi. „Það hefur ekki verið hægt að sýna fram á það að blaðran tæmist betur þótt menn sitji,“ segir hann. „Þetta er mjög einstaklingsbundið, sumum karlmönnum finnst þeir tæma blöðruna betur sitjandi en öðrum ekki. Það er fyrst og fremst af tillitssemi við þann sem þrífur að karlmenn ættu að sitja.“ Nokkrar umræður spunnust af játningu Bjarna Rúnars á heimasíðu hans. Karlmenn af gamla skólanum voru andsnúnir því að pissa sitjandi, en nokkrir tóku undir, þ.á m. Már Örlygsson: „Ég er sammála Bjarna. Það eina sem mér finnst vanta í röksemdafærsluna hjá honum er að það er líka auðveldara að pissa sitjandi þegar maður er með morgunstandarann.“ Í Bandaríkjunum eru starfrækt samtökin MAPSU, Mothers Against Peeing Standing Up. Samtökin framleiða boli með merki sínu og áminningarveggspjöld til að hengja upp í baðherbergjum. Þau stefna að breyttum klósettvenjum heimsbyggðarinnar fyrir árið 2010. Samtökin ganga svo langt að segja að standandi þvaglát karlmanna sundri fjölskyldum. „Hver þrífur klósettið á þínu heimili?“ spyrja samtökin í stefnuskrá sinni, „Mamma þín? Konan þín? Þótt þú þrífir sjálfur, hvað gerist þegar þú ert gestur hjá vinum eða ættingjum eða þegar þú notar almenningssalerni? Af hverju ætti einhver að þjást vegna tregðu þinnar til að setjast niður?“ Innlent Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Fleiri fréttir Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Sjá meira
Það er allt að verða vitlaust í Noregi. Anne Lise Gjul, skólastjóri Dvergsnes grunnskólans í Kristjánssandi, gerði það að reglu í skólanum að strákar ættu að sitja þegar þeir pissuðu. Formaður Demókratana í Noregi, Vidar Kleppe, er æfur og segir: „Með þessu er verið að skipta sér af sköpunarverki Guðs, því strákar hafa pissað standandi frá örófi alda. Það eru mannréttindi að vera ekki neyddur til að pissa eins og stelpa!“ Skólastjórinn Anne vill lítið segja um orð Vidars, sem fer fyrir flokki sem er mótfallinn innflytjendum í Noregi og berst fyrir meiri kristnifræðslu í skólum, og segir ákvörðunina eingöngu hafa verið tekna út frá hreinlætissjónarmiðum af því að ungir strákar séu ekkert of góðir í að hitta ofan í klósettskálina. Málið er komið í nefnd. Þetta mál er angi af gömlu hitamáli á heimilum. Konur – og þá sérstaklega konur sem sjá um þrif á heimilum – vilja gjarnan að karlarnir pissi sitjandi. Þær fá þó sjaldan vilja sínum framgengt því margir karlmenn álíta það hluta af karlmennsku sinni að pissa standandi. Sígilt er atriði í kvikmyndinni About Schmidt, þegar Jack Nicholson gerir uppreisn eftir lát eiginkonu sinnar og pissar standandi og út um allt. En þetta er að breytast. Meðvitaðir karlmenn eru farnir að pissa sitjandi. „Ég þekki fleiri en einn karlmann sem hefur vanið sig af því að pissa standandi í snarhasti eftir að hann varð ábyrgur fyrir þrifum,“ skrifar Bjarni Rúnar Einarsson á heimasíðu sinni bre.klaki.net. „Ég tel sjálfan mig þar með – ég pissa yfirleitt sitjandi ef klósettið er ekki þeim mun subbulegra fyrir. Snyrtimennskan og þrifin eiga þar stóran þátt, en það skiptir mig einnig máli að það fer víst betur með þvag- og kynfærin að sitja. Maður nær betur að tæma allt dótið og það þykir víst hollt. Ég vil fara vel með græjurnar mínar.“ Guðjón Haraldsson, þvagfæraskurðlæknir á Landspítalanum, segir að engar rannsóknir styðji það eða hafni að betra sé að pissa sitjandi. „Það hefur ekki verið hægt að sýna fram á það að blaðran tæmist betur þótt menn sitji,“ segir hann. „Þetta er mjög einstaklingsbundið, sumum karlmönnum finnst þeir tæma blöðruna betur sitjandi en öðrum ekki. Það er fyrst og fremst af tillitssemi við þann sem þrífur að karlmenn ættu að sitja.“ Nokkrar umræður spunnust af játningu Bjarna Rúnars á heimasíðu hans. Karlmenn af gamla skólanum voru andsnúnir því að pissa sitjandi, en nokkrir tóku undir, þ.á m. Már Örlygsson: „Ég er sammála Bjarna. Það eina sem mér finnst vanta í röksemdafærsluna hjá honum er að það er líka auðveldara að pissa sitjandi þegar maður er með morgunstandarann.“ Í Bandaríkjunum eru starfrækt samtökin MAPSU, Mothers Against Peeing Standing Up. Samtökin framleiða boli með merki sínu og áminningarveggspjöld til að hengja upp í baðherbergjum. Þau stefna að breyttum klósettvenjum heimsbyggðarinnar fyrir árið 2010. Samtökin ganga svo langt að segja að standandi þvaglát karlmanna sundri fjölskyldum. „Hver þrífur klósettið á þínu heimili?“ spyrja samtökin í stefnuskrá sinni, „Mamma þín? Konan þín? Þótt þú þrífir sjálfur, hvað gerist þegar þú ert gestur hjá vinum eða ættingjum eða þegar þú notar almenningssalerni? Af hverju ætti einhver að þjást vegna tregðu þinnar til að setjast niður?“
Innlent Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Fleiri fréttir Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Sjá meira