Í Alþjóðahús vegna ofbeldis 4. október 2006 07:15 Í hverri viku koma ein eða fleiri konur af erlendu bergi brotnar, sem búsettar eru hér, í Alþjóðahúsið vegna ofbeldis sem þær hafa orðið fyrir. Þessar konur eru ýmist giftar eða í sambúð með íslenskum eða erlendum mönnum, að sögn Margrétar Steinarsdóttur, lögfræðings Alþjóðahúss. Eiginmenn tveggja þessara kvenna höfðu selt þær í vændi. Fréttablaðið greindi í gær frá því að nítján konur voru í sambandi við Stígamót á síðasta ári vegna þess að þær höfðu verið seldar í vændi og voru sumar að leita sér aðstoðar við að komast undan dólgunum sem seldu þær. Tvær pólskar stúlkur fóru úr landi í síðustu viku eftir að lögreglan í Reykjavík hafði komist á snoðir um að þær væru hingað komnar til að stunda vændi. "Andlegt ofbeldi, svo sem hótanir, er algengara en líkamlegt ofbeldi hjá þeim konum sem hingað leita undan ofbeldisverkum," segir Margrét og bætir við að sumar þessara kvenna hafi unnið á nektardansstað áður en þær leituðu til Alþjóðahúss. Hún segir þær konur sem leitað hafa til Alþjóðahúss af þessum sökum komnar frá hinum ýmsu Evrópulöndum, að Norðurlöndunum undanskildum. "Til mín hafa komið tvær konur sem eru að skilja við ofbeldisfulla eiginmenn eftir að hafa kynnst þeim á nektardansstað. Fleiri stúlkur hafa komið til mín sem unnið hafa á svona stöðum. Þær hafa komið út af atriðum sem sýna að þær virðast ekki geta ráðið eigin örlögum og eru þar af leiðandi ekki í góðri stöðu. Ein stúlka er til dæmis í stórum skuldum á eigin mælikvarða eftir að hafa unnið á nektarstað, en ég sé ekki betur en að staðurinn eigi að greiða þær upphæðir. En það er alltof mikið um að konur komi til mín af því að þær eru í ofbeldissamböndum." Margrét segir að stúlkurnar leiti sér ekki aðstoðar fyrr en þær séu hættar að vinna á nektarstöðunum, en hafi ílengst eftir það á landinu af einhverjum ástæðum. Innlent Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Í hverri viku koma ein eða fleiri konur af erlendu bergi brotnar, sem búsettar eru hér, í Alþjóðahúsið vegna ofbeldis sem þær hafa orðið fyrir. Þessar konur eru ýmist giftar eða í sambúð með íslenskum eða erlendum mönnum, að sögn Margrétar Steinarsdóttur, lögfræðings Alþjóðahúss. Eiginmenn tveggja þessara kvenna höfðu selt þær í vændi. Fréttablaðið greindi í gær frá því að nítján konur voru í sambandi við Stígamót á síðasta ári vegna þess að þær höfðu verið seldar í vændi og voru sumar að leita sér aðstoðar við að komast undan dólgunum sem seldu þær. Tvær pólskar stúlkur fóru úr landi í síðustu viku eftir að lögreglan í Reykjavík hafði komist á snoðir um að þær væru hingað komnar til að stunda vændi. "Andlegt ofbeldi, svo sem hótanir, er algengara en líkamlegt ofbeldi hjá þeim konum sem hingað leita undan ofbeldisverkum," segir Margrét og bætir við að sumar þessara kvenna hafi unnið á nektardansstað áður en þær leituðu til Alþjóðahúss. Hún segir þær konur sem leitað hafa til Alþjóðahúss af þessum sökum komnar frá hinum ýmsu Evrópulöndum, að Norðurlöndunum undanskildum. "Til mín hafa komið tvær konur sem eru að skilja við ofbeldisfulla eiginmenn eftir að hafa kynnst þeim á nektardansstað. Fleiri stúlkur hafa komið til mín sem unnið hafa á svona stöðum. Þær hafa komið út af atriðum sem sýna að þær virðast ekki geta ráðið eigin örlögum og eru þar af leiðandi ekki í góðri stöðu. Ein stúlka er til dæmis í stórum skuldum á eigin mælikvarða eftir að hafa unnið á nektarstað, en ég sé ekki betur en að staðurinn eigi að greiða þær upphæðir. En það er alltof mikið um að konur komi til mín af því að þær eru í ofbeldissamböndum." Margrét segir að stúlkurnar leiti sér ekki aðstoðar fyrr en þær séu hættar að vinna á nektarstöðunum, en hafi ílengst eftir það á landinu af einhverjum ástæðum.
Innlent Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira