707 milljóna halli á rekstri Landspítala 4. október 2006 06:45 VAXANDI REKSTRARHALLI Þrátt fyrir margs konar aðhaldsaðgerðir á Landspítala - háskólasjúkrahúsi á undanförnum árum er rekstrarkostnaðurinn hundruð milljóna umfram áætlun. Rúmlega 700 milljóna króna halli er á rekstri Landspítala - háskólasjúkrahúss umfram rekstraráætlun, samkvæmt uppgjöri fyrir fyrstu átta mánuði þessa árs. Þetta kemur fram í nýjum stjórnunarupplýsingum sem LSH hefur sent frá sér yfir rekstrarstöðu tímabilsins janúar til ágúst 2006. Hallinn eftir fyrstu sex mánuði ársins var 4,2 milljónir. Þensla á vinnumarkaði og óhagstæð gengisþróun hefur leitt til mun meiri kostnaðarhækkana en gert var ráð fyrir í fjárlögum ársins. Rekstrargjöld umfram rekstraráætlun eru samtals 707 milljónir króna eða 3,5 prósent. Launagjöld eru 3,9 prósent umfram áætlun, rekstrargjöld 2,5 prósent og kostnaður vegna S-merktra lyfja er 13,6 prósent umfram áætlun. Þá eru sértekjur 7,5 prósent umfram áætlun. "Rekstraráætlunin hefur einfaldlega ekki gengið upp," segir Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjárreiðna og upplýsinga á LSH. "Starfsemi spítalans yfir sumarmánuðina var talsvert meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Það þýddi að kaupa þurfti umtalsverða yfirvinnu af starfsfólki spítalans. Kaup á hjúkrunarþjónustu frá innlendum og erlendum verktakafyrirtækjum hefur aukist til muna. Að auki hefur óhjákvæmileg aukning í starfseminni kallað á meiri mannafla. Þá hefur verið mikill þrýstingur á hækkun launa vegna þensluástands í landinu og álags í starfseminni. Launakostnaður á umræddum átta mánuðum er rúmar 530 milljónir króna umfram rekstraráætlun." Í stjórnunarupplýsingunum kemur enn fremur fram, að komum á dagdeildir spítalans hefur fjölgað, svo og komum á göngudeildir. Hins vegar hefur legudögum fjölgað um nær 3.000 á þessum tíma, sem skýrist af auknum fjölda mikið veikra sjúklinga og einnig útskriftarvanda sem spítalinn hefur lengi átt við að etja. Komum á slysa- og bráðamóttökur LSH hefur fjölgað ört á undanförnum árum og á þessum átta mánuðum alls um 4,1 prósent. Í stjórnunarupplýsingunum er gerð grein fyrir stöðu biðlista. Í mörgum sérgreinum er engin bið, til að mynda í krabbameinslækningum. Í öðrum er nokkurra vikna bið. Biðtíminn hefur hins vegar ekki styst hjá þeim sem bíða eftir gerviliðaaðgerðum, en þeir sem þurfa í gerviliðaaðgerð á hné þurfa að bíða í rúmt ár. Innlent Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ Sjá meira
Rúmlega 700 milljóna króna halli er á rekstri Landspítala - háskólasjúkrahúss umfram rekstraráætlun, samkvæmt uppgjöri fyrir fyrstu átta mánuði þessa árs. Þetta kemur fram í nýjum stjórnunarupplýsingum sem LSH hefur sent frá sér yfir rekstrarstöðu tímabilsins janúar til ágúst 2006. Hallinn eftir fyrstu sex mánuði ársins var 4,2 milljónir. Þensla á vinnumarkaði og óhagstæð gengisþróun hefur leitt til mun meiri kostnaðarhækkana en gert var ráð fyrir í fjárlögum ársins. Rekstrargjöld umfram rekstraráætlun eru samtals 707 milljónir króna eða 3,5 prósent. Launagjöld eru 3,9 prósent umfram áætlun, rekstrargjöld 2,5 prósent og kostnaður vegna S-merktra lyfja er 13,6 prósent umfram áætlun. Þá eru sértekjur 7,5 prósent umfram áætlun. "Rekstraráætlunin hefur einfaldlega ekki gengið upp," segir Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjárreiðna og upplýsinga á LSH. "Starfsemi spítalans yfir sumarmánuðina var talsvert meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Það þýddi að kaupa þurfti umtalsverða yfirvinnu af starfsfólki spítalans. Kaup á hjúkrunarþjónustu frá innlendum og erlendum verktakafyrirtækjum hefur aukist til muna. Að auki hefur óhjákvæmileg aukning í starfseminni kallað á meiri mannafla. Þá hefur verið mikill þrýstingur á hækkun launa vegna þensluástands í landinu og álags í starfseminni. Launakostnaður á umræddum átta mánuðum er rúmar 530 milljónir króna umfram rekstraráætlun." Í stjórnunarupplýsingunum kemur enn fremur fram, að komum á dagdeildir spítalans hefur fjölgað, svo og komum á göngudeildir. Hins vegar hefur legudögum fjölgað um nær 3.000 á þessum tíma, sem skýrist af auknum fjölda mikið veikra sjúklinga og einnig útskriftarvanda sem spítalinn hefur lengi átt við að etja. Komum á slysa- og bráðamóttökur LSH hefur fjölgað ört á undanförnum árum og á þessum átta mánuðum alls um 4,1 prósent. Í stjórnunarupplýsingunum er gerð grein fyrir stöðu biðlista. Í mörgum sérgreinum er engin bið, til að mynda í krabbameinslækningum. Í öðrum er nokkurra vikna bið. Biðtíminn hefur hins vegar ekki styst hjá þeim sem bíða eftir gerviliðaaðgerðum, en þeir sem þurfa í gerviliðaaðgerð á hné þurfa að bíða í rúmt ár.
Innlent Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum