Engin sátt um kvótakerfið 4. október 2006 01:00 Um kvótakerfið ríkir engin sátt og við í Frjálslynda flokknum munum leggja hiklaust í baráttu gegn óbreyttu kerfi sem veikir byggðir landsins eins og dæmin sanna, hvert af öðru, nú síðast þegar 42 prósent af atvinnurétti Grímseyinga var seldur í dag, sagði Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frálslynda flokksins í sinni ræðu. Hann ræddi brotthvarf varnarliðsins og sagði ríkisstjórnina hafa látið taka sig í bólinu. Sagði hann nauðsynlegt að miða við að öryggisviðbúnaður á friðartímum sé virkur til eftirlits og viðbragða. Guðjón gagnrýndi forgangsröðun stjórnvalda í skattamálum, sagði skattastefnuna hafa aukið misskiptingu lífsgæða og ítrekaði vilja Frjálslyndra til afnáms verðtryggingar og stimpilgjalda. Þá lagði hann til að fjáraustur til utanríkisþjónustunnar verði stöðvaður. Guðjón sagði sérkennilega þá vegferð ríkisstjórnarflokkanna að lagfæra aðeins kjör þeirra sem lægsta afkomu hafa, að undangengnum hótunum eða með málaferlum. Stjórnarandstaðan hefði hins vegar mótað sér allt annan farveg í velferðarmálum sem bæti verulega kjör aldraðra, öryrkja og sjúkra á stofnunum. Af kerksni furðaði Guðjón sig á að það hafi aðeins tekið þrjá mánuði að vinna gegn þenslu og sagði fram komna nýja hagfræðiþekkingu - 90 daga Haarde-áætlunina - sem vænleg væri til útflutnings. Innlent Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sjá meira
Um kvótakerfið ríkir engin sátt og við í Frjálslynda flokknum munum leggja hiklaust í baráttu gegn óbreyttu kerfi sem veikir byggðir landsins eins og dæmin sanna, hvert af öðru, nú síðast þegar 42 prósent af atvinnurétti Grímseyinga var seldur í dag, sagði Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frálslynda flokksins í sinni ræðu. Hann ræddi brotthvarf varnarliðsins og sagði ríkisstjórnina hafa látið taka sig í bólinu. Sagði hann nauðsynlegt að miða við að öryggisviðbúnaður á friðartímum sé virkur til eftirlits og viðbragða. Guðjón gagnrýndi forgangsröðun stjórnvalda í skattamálum, sagði skattastefnuna hafa aukið misskiptingu lífsgæða og ítrekaði vilja Frjálslyndra til afnáms verðtryggingar og stimpilgjalda. Þá lagði hann til að fjáraustur til utanríkisþjónustunnar verði stöðvaður. Guðjón sagði sérkennilega þá vegferð ríkisstjórnarflokkanna að lagfæra aðeins kjör þeirra sem lægsta afkomu hafa, að undangengnum hótunum eða með málaferlum. Stjórnarandstaðan hefði hins vegar mótað sér allt annan farveg í velferðarmálum sem bæti verulega kjör aldraðra, öryrkja og sjúkra á stofnunum. Af kerksni furðaði Guðjón sig á að það hafi aðeins tekið þrjá mánuði að vinna gegn þenslu og sagði fram komna nýja hagfræðiþekkingu - 90 daga Haarde-áætlunina - sem vænleg væri til útflutnings.
Innlent Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sjá meira