Innlent

Ekki frekar rætt af borginni

Stungið saman nefjum á borgarstjórnarfundi Tillaga Frjálslyndra um að borgarstjórn beitti sér fyrir því að hámarkshæð Hálslóns yrði lækkað var felld á fundi borgarstjórnar í gær.
Stungið saman nefjum á borgarstjórnarfundi Tillaga Frjálslyndra um að borgarstjórn beitti sér fyrir því að hámarkshæð Hálslóns yrði lækkað var felld á fundi borgarstjórnar í gær. MYND/GVA

Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi Frjálslyndra, lagði það til á fundi borgarstjórnar í gær að þeim tilmælum yrði beint til stjórnar Landsvirkjunar að hámarkshæð vatnsborðs í Hálslóni yrði lækkuð um 20 metra. Með því yrði öryggi mannvirkja aukið, dregið yrði úr hættu á stíflurofi og umhverfisáhrif Kárahnjúkavirkjunar minnkuð. Við það myndi flatarmál lónsins minnka um 20 ferkílómetra.

Ásta Þorleifsdóttir, sem tók þátt í umræðunum fyrir hönd Frjálslyndra, en Ólafur vék af fundi, sagði að kostnaður vegna þessa yrði lítill sem enginn.

Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu til að málinu yrði vísað til borgarráðs, þar sem borgarfulltrúar hefðu ekki þá þekkingu til að bera til að ákveða hver heppileg hæð Hálslóns yrði.

Undir það tók Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, en sagði málefni Kárahnjúka hafa verið afgreidd á sínum tíma og búið sé að taka lögformlega ákvörðun. Það yrði því hræsni af hans hálfu að vísa málinu til borgarráðs, þar sem ekki standi til að gera neitt í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×