Deilur um hersetuna hömluðu framþróun 3. október 2006 07:00 Ólafur ragnar grímsson Forseti Íslands sagði deilurnar um hersetuna hafa hamlað framþróun Íslands. MYND/GVA stjórnmál Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir deilurnar um veru Bandaríkjahers í landinu hafa hamlað framförum á öllum sviðum þjóðlífsins. Við setningu Alþingis sagði hann að kalda stríðið, deilurnar um hersetuna og fjandskapurinn sem skipti þjóðinni í stríðandi sveitir hafi dregið á margan hátt úr getu þjóðarinnar til að sækja fram. Hjaðningavígin á heimavelli veiktu samtakamátt og kraftinn til nýsköpunar. Aflinu sem hefði mátt verja til framfara á öllum sviðum var beitt í átökum við okkur sjálf. Ólafur Ragnar sagði það gleðiefni að svo friðsælt væri í heimshlutanum að Bandaríkjamenn sjái ekki ástæðu til að hafa hér hersveitir. Bar hann jafnframt fram þá ósk að víðtæk og eindregin samstaða skapist um stöðu Íslands í veröldinni og sambúð við aðrar þjóðir. Náttúran var Ólafi Ragnari einnig hugleikin og sagði hann ýmis merki um að afstaðan til hennar kunni að verða viðlíka hitamál og herinn var fyrrum. Þegar ágreiningurinn um veru hersins hefur nú verið til lykta leiddur með brottför varnarliðsins er afar brýnt að deilurnar um nýtingu náttúru Íslands skapi ekki nýja gjá. Ólafur Ragnar sendi Halldóri Ásgrímssyni kærar kveðjur og þakkir fyrir framlag hans á liðnum árum og samstarf þeirra tveggja. Sagði hann Halldór hafa verið áhrifaríkan leiðtoga á umbrotatímum í sögu þjóðarinnar og að vegferð hans úr austfirsku þorpi á alþjóðavettvang væri á vissan hátt táknræn fyrir umskiptin sem orðið hafa. Jóhanna Sigurðardóttir Samfylkingunni er starfsaldursforseti þingsins og minntist hún látins þingmanns, Magnúsar H. Magnússonar. Þá stýrði hún kjöri þingforseta og var Sólveig Pétursdóttir ein í kjöri. Hlaut hún 55 atkvæði en sjö sátu hjá. Sólveig boðaði heildarumbætur á þingstörfunum í sinni ræðu og kvaðst bjartsýn á að hljómgrunnur væri fyrir því í öllum þingflokkum og hjá ríkisstjórn. Markmiðið væri að Alþingi vandi vel verk sín, að löggjöfin væri vönduð og umræður drengilegar og öllum til sóma. Innlent Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Sjá meira
stjórnmál Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir deilurnar um veru Bandaríkjahers í landinu hafa hamlað framförum á öllum sviðum þjóðlífsins. Við setningu Alþingis sagði hann að kalda stríðið, deilurnar um hersetuna og fjandskapurinn sem skipti þjóðinni í stríðandi sveitir hafi dregið á margan hátt úr getu þjóðarinnar til að sækja fram. Hjaðningavígin á heimavelli veiktu samtakamátt og kraftinn til nýsköpunar. Aflinu sem hefði mátt verja til framfara á öllum sviðum var beitt í átökum við okkur sjálf. Ólafur Ragnar sagði það gleðiefni að svo friðsælt væri í heimshlutanum að Bandaríkjamenn sjái ekki ástæðu til að hafa hér hersveitir. Bar hann jafnframt fram þá ósk að víðtæk og eindregin samstaða skapist um stöðu Íslands í veröldinni og sambúð við aðrar þjóðir. Náttúran var Ólafi Ragnari einnig hugleikin og sagði hann ýmis merki um að afstaðan til hennar kunni að verða viðlíka hitamál og herinn var fyrrum. Þegar ágreiningurinn um veru hersins hefur nú verið til lykta leiddur með brottför varnarliðsins er afar brýnt að deilurnar um nýtingu náttúru Íslands skapi ekki nýja gjá. Ólafur Ragnar sendi Halldóri Ásgrímssyni kærar kveðjur og þakkir fyrir framlag hans á liðnum árum og samstarf þeirra tveggja. Sagði hann Halldór hafa verið áhrifaríkan leiðtoga á umbrotatímum í sögu þjóðarinnar og að vegferð hans úr austfirsku þorpi á alþjóðavettvang væri á vissan hátt táknræn fyrir umskiptin sem orðið hafa. Jóhanna Sigurðardóttir Samfylkingunni er starfsaldursforseti þingsins og minntist hún látins þingmanns, Magnúsar H. Magnússonar. Þá stýrði hún kjöri þingforseta og var Sólveig Pétursdóttir ein í kjöri. Hlaut hún 55 atkvæði en sjö sátu hjá. Sólveig boðaði heildarumbætur á þingstörfunum í sinni ræðu og kvaðst bjartsýn á að hljómgrunnur væri fyrir því í öllum þingflokkum og hjá ríkisstjórn. Markmiðið væri að Alþingi vandi vel verk sín, að löggjöfin væri vönduð og umræður drengilegar og öllum til sóma.
Innlent Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Sjá meira