Hegðun skólabarna mótuð 3. október 2006 06:15 börn í ingunnarskóla Nemendurnir halda á merkjum sem þau safna sér inn með góðri hegðun og geta síðan skipt út fyrir verðlaun. Nýlega var staddur hér á landi Dr. Jeffrey Sprague frá Háskólanum í Oregon. Tilgangur ferðarinnar var að kynna PBS-hugmyndafræðina (positive behavior support) sem gengur út á að móta hegðun skólabarna á uppbyggilegan hátt. PBS hefur verið notað í Bandaríkjunum í 15 ár og er nú notað í yfir þrjú þúsund skólum þar í landi og víða annars staðar í veröldinni. Kannanir sýna að í þeim skólum þar sem PBS er notað ber minna á óæskilegri hegðun. Jeffrey segir markmið PBS að minnka hegðun sem er til vandræða svo sem andfélagslega- og afbrotahegðun. Þegar PBS var fyrst notað var áherslan einstaklingsmiðuð en hefur þróast út í vinnu með stærri hópa, svo sem skóla og leikskóla. Segja má að PBS sé að mestu fyrirbyggjandi kerfi þar sem tekið er á hegðunarvandamálum áður en þau verða óyfirstíganleg. Jeffrey segir hvern skóla fyrir sig þurfa að skilgreina þá hegðun sem leggja á áherslu á, eins og að fara eftir fyrirmælum, að trufla ekki kennsluna eða vera vingjarnlegur. Sýnt hefur verið fram á að þeir nemendur sem unnið hafa eftir PBS séu ólíklegri til að leiðast út í afbrotahegðun, vímuefnaneyslu og önnur vandamál síðar meir. Þá hefur verið sýnt fram á að notkun PBS hafi jákvæð áhrif á árangur barna í skóla. Sex skólar í Reykjavík nota, eða eru að kynna sér, PBS-kerfið og segir Margrét Birna Þórarinsdóttir, sálfræðingur í þjónustumiðstöð Breiðholts, að uppsetning kerfisins krefjist mikils undirbúnings og samstöðu kennara innan skólanna. Það er skilyrði að minnsta kosti 85 prósent starfsmanna skólanna vilji vinna samkvæmt PBS áður en hugmynafræðin er tekin upp í viðkomandi skóla. Þá þarf hver skóli fyrir sig að útskýra fyrir nemendum til hvers er ætlast af þeim ásamt því að styðja við æskilega hegðun. Ennfremur er mikilvægt að börnin viti hvað bíði þeirra ef þau fara ekki eftir settum reglum og hvaða umbun þau hljóti ef vel gengur. Ingunnarskóli er einn þeirra skóla sem notar PBS-agakerfið. Þar er reynslan mjög góð og segir Svandís Sturludóttir námsráðgjafi að neikvæð hegðun í skólanum hafi farið minnkandi eftir að það var tekið upp. Innlent Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Sjá meira
Nýlega var staddur hér á landi Dr. Jeffrey Sprague frá Háskólanum í Oregon. Tilgangur ferðarinnar var að kynna PBS-hugmyndafræðina (positive behavior support) sem gengur út á að móta hegðun skólabarna á uppbyggilegan hátt. PBS hefur verið notað í Bandaríkjunum í 15 ár og er nú notað í yfir þrjú þúsund skólum þar í landi og víða annars staðar í veröldinni. Kannanir sýna að í þeim skólum þar sem PBS er notað ber minna á óæskilegri hegðun. Jeffrey segir markmið PBS að minnka hegðun sem er til vandræða svo sem andfélagslega- og afbrotahegðun. Þegar PBS var fyrst notað var áherslan einstaklingsmiðuð en hefur þróast út í vinnu með stærri hópa, svo sem skóla og leikskóla. Segja má að PBS sé að mestu fyrirbyggjandi kerfi þar sem tekið er á hegðunarvandamálum áður en þau verða óyfirstíganleg. Jeffrey segir hvern skóla fyrir sig þurfa að skilgreina þá hegðun sem leggja á áherslu á, eins og að fara eftir fyrirmælum, að trufla ekki kennsluna eða vera vingjarnlegur. Sýnt hefur verið fram á að þeir nemendur sem unnið hafa eftir PBS séu ólíklegri til að leiðast út í afbrotahegðun, vímuefnaneyslu og önnur vandamál síðar meir. Þá hefur verið sýnt fram á að notkun PBS hafi jákvæð áhrif á árangur barna í skóla. Sex skólar í Reykjavík nota, eða eru að kynna sér, PBS-kerfið og segir Margrét Birna Þórarinsdóttir, sálfræðingur í þjónustumiðstöð Breiðholts, að uppsetning kerfisins krefjist mikils undirbúnings og samstöðu kennara innan skólanna. Það er skilyrði að minnsta kosti 85 prósent starfsmanna skólanna vilji vinna samkvæmt PBS áður en hugmynafræðin er tekin upp í viðkomandi skóla. Þá þarf hver skóli fyrir sig að útskýra fyrir nemendum til hvers er ætlast af þeim ásamt því að styðja við æskilega hegðun. Ennfremur er mikilvægt að börnin viti hvað bíði þeirra ef þau fara ekki eftir settum reglum og hvaða umbun þau hljóti ef vel gengur. Ingunnarskóli er einn þeirra skóla sem notar PBS-agakerfið. Þar er reynslan mjög góð og segir Svandís Sturludóttir námsráðgjafi að neikvæð hegðun í skólanum hafi farið minnkandi eftir að það var tekið upp.
Innlent Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Sjá meira