Ofursönnunarbyrði lögð á landeigendur 3. október 2006 07:00 Hæstiréttur Íslands Nýlega úrskurðaði Hæstiréttur að landnámslýsingar ættu að styðja eignarrétt frekar en eignarsaga. Hæstiréttur úrskurðaði nýlega í máli landeigenda og íslenska ríkisins um mörk þjóðlenda á einni af stærstu jörðum landsins, Stafafelli í Hornafirði. Ágreiningurinn stóð um svæði norðan og austan Jökulsár á Lóni sem óbyggðanefnd hafði á sínum tíma úrskurðað að væri þjóðlenda. Landeigendur höfðuðu þá gagnsök og kröfðust ógildingar á þeim úrskurði. Héraðsdómur dæmdi landeigendum í hag en Hæstiréttur snéri þeim úrskurði síðastliðinn fimmtudag. Gunnlaugur Ólafsson, talsmaður landeiganda Stafafells, segir málið mjög sérstakt þar sem ríkið hafi selt langafa hans jörðina árið 1913. Með þessum úrskurði Hæstaréttar er ríkið því að taka aftur land sem það hefur þegar selt án þess að tefla fram neinum heimildum þess efnis að það hafi nokkurn tímann átt landið. „Það er búið að greiða alla skatta af þessari jörð síðan þá og allar opinberar stofnanir hafa viðurkennt tiltekna landeigendur sem eigendur, enda rekja þeir rétt sinn til þessara kaupa af ríkinu með öllum gögnum og gæðum. Við getum sýnt fram á 300 ára eignarsögu á þessu landi. En dómurinn er fastur í því að landnám eigi að styðja eignarsöguna. Þetta er meginstef sem ríkið hefur komið sér upp, að láta landnámslýsingar vega meira en fleiri hundruð ára sögur.“ Gunnlaugur segir tvennt í stöðunni nú, annars vegar geti landeigendur kært ríkið fyrir að selja sér land sem það átti ekki á sínum tíma og hins vegar að leita réttar síns fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður landeigendanna, segir að Hæstiréttur sé með dómi sínum að leggja ofursönnunarbyrði á landeigendur. „Það er gert í hag íslenska ríkisins og þar með hverfa lönd sem hafa verið í einkaeign til ríkisins og verða að þjóðlendum. Átakaatriðið er fyrst og fremst það að það sé hægt að leggja slíka sönnunarbyrði, sem nær langt aftur í aldir og jafnvel aftur fyrir ritöld á Ísland, á eigendur jarða.“ Innlent Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Sjá meira
Hæstiréttur úrskurðaði nýlega í máli landeigenda og íslenska ríkisins um mörk þjóðlenda á einni af stærstu jörðum landsins, Stafafelli í Hornafirði. Ágreiningurinn stóð um svæði norðan og austan Jökulsár á Lóni sem óbyggðanefnd hafði á sínum tíma úrskurðað að væri þjóðlenda. Landeigendur höfðuðu þá gagnsök og kröfðust ógildingar á þeim úrskurði. Héraðsdómur dæmdi landeigendum í hag en Hæstiréttur snéri þeim úrskurði síðastliðinn fimmtudag. Gunnlaugur Ólafsson, talsmaður landeiganda Stafafells, segir málið mjög sérstakt þar sem ríkið hafi selt langafa hans jörðina árið 1913. Með þessum úrskurði Hæstaréttar er ríkið því að taka aftur land sem það hefur þegar selt án þess að tefla fram neinum heimildum þess efnis að það hafi nokkurn tímann átt landið. „Það er búið að greiða alla skatta af þessari jörð síðan þá og allar opinberar stofnanir hafa viðurkennt tiltekna landeigendur sem eigendur, enda rekja þeir rétt sinn til þessara kaupa af ríkinu með öllum gögnum og gæðum. Við getum sýnt fram á 300 ára eignarsögu á þessu landi. En dómurinn er fastur í því að landnám eigi að styðja eignarsöguna. Þetta er meginstef sem ríkið hefur komið sér upp, að láta landnámslýsingar vega meira en fleiri hundruð ára sögur.“ Gunnlaugur segir tvennt í stöðunni nú, annars vegar geti landeigendur kært ríkið fyrir að selja sér land sem það átti ekki á sínum tíma og hins vegar að leita réttar síns fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður landeigendanna, segir að Hæstiréttur sé með dómi sínum að leggja ofursönnunarbyrði á landeigendur. „Það er gert í hag íslenska ríkisins og þar með hverfa lönd sem hafa verið í einkaeign til ríkisins og verða að þjóðlendum. Átakaatriðið er fyrst og fremst það að það sé hægt að leggja slíka sönnunarbyrði, sem nær langt aftur í aldir og jafnvel aftur fyrir ritöld á Ísland, á eigendur jarða.“
Innlent Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Sjá meira