Innlent

Launaleynd verði aflétt

Sameiginleg mál Stjórnarandstaðan kynnti á blaðamannafundi í gær sameiginleg mál sem verða lögð fram í upphafi þingvetrar.
Sameiginleg mál Stjórnarandstaðan kynnti á blaðamannafundi í gær sameiginleg mál sem verða lögð fram í upphafi þingvetrar. MYND/GVA

Stjórnarandstaðan ætlar að flytja í sameiningu nokkur grundvallarmál á þingi og voru þrjú þeirra kynnt á blaðamannafundi í gær. Hún ætlar einnig að standa sameiginlega að kosningum í nefndir og ráð á vegum þingsins.

Í fyrsta lagi verður lagt fram frumvarp um nýja framtíðarskipan lífeyrismála með það að markmiði að bæta kjör aldraðra og öryrkja. Meðal annars er lagt til að komið verði á afkomutryggingu, tengsl lífeyrisgreiðslna við tekjur maka verði afnumin, frítekjumark vegna atvinnutekna hækki í 75 þúsund krónur og ný tekjutrygging verði tekin upp. Þá verði gripið strax til aðgerða til að bæta kjör þessara hópa.

Í öðru lagi er þingsályktun um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum og í þriðja lagi verður lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Frumvarpið afléttir launaleyndinni og heimilar meðal annars Jafnréttisstofu að fara inn í stofnanir og fyrirtæki og sannreyna launajafnrétti. Þá verða úrskurðir kærunefndar bindandi.

Formenn þingflokkanna munu leggja fram tillögu varðandi stríðið í Írak og einnig tillögu er snýr að raforkuverði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×