Innlent

Um hundrað óku of hratt

hraðakstur 93 ökumenn voru stöðvaðir af lögreglunni um helgina fyrir of hraðan akstur.
hraðakstur 93 ökumenn voru stöðvaðir af lögreglunni um helgina fyrir of hraðan akstur.

Mikill erill var hjá Lögreglunni í Reykjavík um helgina enda töluverður mannfjöldi saman kominn í miðborginni. Alls voru 93 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur og þar af voru 73 á yfir 100 km hraða. Sá sem keyrði hraðast var mældur á 139 km hraða þar sem hámarkshraði er 80 km á klst og annar mældist á 137 km hraða þar sem leyfilegt er að keyra á 60 km á klst. Þá voru tveir piltar á átjánda ári stöðvaðir á Sæbraut þar sem þeir háðu mikinn kappakstur hvor við annan. Þeir mældust á 131 km hraða og munu að öllum líkindum verða sviptir ökuréttindum líkt og fjölmargir aðrir ökumenn sem voru gripnir.

Fíkniefnalögreglan og almenna deild lögreglunnar stóðu að sameiginlegum aðgerðum í fíkniefnamálum um helgina með því að leita uppi neytendur fíkniefna inni á skemmtistöðum borgarinnar. Skiluðu þær aðgerðir því að uppvíst varð um sextán fíkniefnabrot en að sögn lögreglu voru þau öll minniháttar og efnin sem gerð voru upptæk ætluð til eigin neyslu. Þá voru sjö líkamsárásir tilkynntar og tólf ökumenn teknir fyrir ölvunarakstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×