Innlent

Vilja lækka tekjuskattinn

Danskir íhaldsmenn vilja lækka tekjuskattinn þannig að enginn greiði meira en helming launa sinna til ríkissjóðs. Þetta kom fram í viðtali við formann flokksins, Bendt Bendtsen, í dagblaðinu Politiken í gær. Bendtsen segir að Danir muni hljóta heimsmeistaratitilinn í skattheimtu ef fyrirhugaðar breytingar á skattakerfinu í Svíþjóð ganga eftir.

Íhaldsmenn sem eiga sæti í ríkisstjórn binda vonir við að breytingarnar gangi í gegn áður en kosið verður til þings eftir tæp þrjú ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×