Fólksflæði mest til Íslands 2. október 2006 03:30 Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. Íslendingar hafa hlutfallslega tekið við langflestum frá nýju aðildarlöndum Evrópusambandsins ef litið er á flæði til allra Norðurlandanna síðustu tvö árin. Þetta kom nýlega fram í erindi sem flutt var á alþjóðlegri ráðstefnu á vegum Vinnumálastofnunar. Fjöldi erlendra starfsmanna frá þessum löndum nemur tveimur prósentum af þeim sem búa á Íslandi. Norðmenn hafa í heildina tekið við langflestum erlendum starfsmönnum. Þeir tóku við tæplega 42 þúsund manns frá nýju aðildarlöndunum og endurnýjuðu atvinnuleyfi fyrir rúm 27 þúsund. Svíar tóku við tíu þúsundum, Danir svipuðum fjölda, Íslendingar um 5.800 og Finnar aðeins fleirum. Íslendingar endurnýjuðu tæplega 2.700 atvinnuleyfi. Ef fólksfjölgunin er skoðuð með tilliti til mannfjölda í viðkomandi löndum trónir Ísland efst með um tveggja prósenta hlutfall. Norðmenn eru næstir með tæpt prósent. Hlutföll annarra þjóða eru mun lægri. Erlendir starfsmenn Vinnumarkaður á Íslandi og í Noregi hafa tekið við hlutfallslega flestum starfsmönnum frá nýju aðildarríkjum ESB og þá helst Pólverjum. Atvinnuleysi er um sextán prósent í Póllandi og fara 800 þúsund Pólverjar árlega til vinnu erlendis. Mennirnir á myndinni eru pólskir og tengjast efni fréttarinnar ekki að öðru leyti. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir greinilegt að aðgangstakmarkanir stjórni ekki flæði vinnuafls, það sé efnahagsástandið og framboð og eftirspurn á vinnumarkaði sem skipti máli. Gríðarlegur straumur hefur verið til Íslands í sumar og hafa um fjögur þúsund manns komið inn á vinnumarkaðinn hér. Má kannski líkja því við sprengingu. „Þetta hefur verið stöðugt flæði og ef eitthvað er hefur það aukist frá opnuninni 1. maí. Við erum að tala um að fjögur þúsund manns hafi komið inn á vinnumarkaðinn í sumar og þá fyrst og fremst frá Póllandi. Það virðist ekki koma fram neinn slaki í eftirspurninni eftir vinnuafli,“ segir hann. Norðurlöndin eiga öll við svipuð vandamál að stríða því erfitt er að stjórna flæðinu. Stöðugt birtast fréttir um undirboð á vinnumarkaði og mál koma inn á borð skattyfirvalda, lögreglu og verkalýðsfélaga. Misjafnt er hvernig Norðurlöndin hafa tekið við fólki frá nýju aðildarríkjum ESB. Íslendingar og Finnar höfðu miklar aðgangstakmarkanir en opnuðu fyrir flæðið 1. maí með skráningu. Danir og Norðmenn hafa slakað á aðgangstakmörkunum en Svíar hafa haft galopinn vinnumarkað í rúm tvö ár og hafa haft litla sem enga stjórn á þróuninni. Innlent Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Fleiri fréttir Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Sjá meira
Íslendingar hafa hlutfallslega tekið við langflestum frá nýju aðildarlöndum Evrópusambandsins ef litið er á flæði til allra Norðurlandanna síðustu tvö árin. Þetta kom nýlega fram í erindi sem flutt var á alþjóðlegri ráðstefnu á vegum Vinnumálastofnunar. Fjöldi erlendra starfsmanna frá þessum löndum nemur tveimur prósentum af þeim sem búa á Íslandi. Norðmenn hafa í heildina tekið við langflestum erlendum starfsmönnum. Þeir tóku við tæplega 42 þúsund manns frá nýju aðildarlöndunum og endurnýjuðu atvinnuleyfi fyrir rúm 27 þúsund. Svíar tóku við tíu þúsundum, Danir svipuðum fjölda, Íslendingar um 5.800 og Finnar aðeins fleirum. Íslendingar endurnýjuðu tæplega 2.700 atvinnuleyfi. Ef fólksfjölgunin er skoðuð með tilliti til mannfjölda í viðkomandi löndum trónir Ísland efst með um tveggja prósenta hlutfall. Norðmenn eru næstir með tæpt prósent. Hlutföll annarra þjóða eru mun lægri. Erlendir starfsmenn Vinnumarkaður á Íslandi og í Noregi hafa tekið við hlutfallslega flestum starfsmönnum frá nýju aðildarríkjum ESB og þá helst Pólverjum. Atvinnuleysi er um sextán prósent í Póllandi og fara 800 þúsund Pólverjar árlega til vinnu erlendis. Mennirnir á myndinni eru pólskir og tengjast efni fréttarinnar ekki að öðru leyti. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir greinilegt að aðgangstakmarkanir stjórni ekki flæði vinnuafls, það sé efnahagsástandið og framboð og eftirspurn á vinnumarkaði sem skipti máli. Gríðarlegur straumur hefur verið til Íslands í sumar og hafa um fjögur þúsund manns komið inn á vinnumarkaðinn hér. Má kannski líkja því við sprengingu. „Þetta hefur verið stöðugt flæði og ef eitthvað er hefur það aukist frá opnuninni 1. maí. Við erum að tala um að fjögur þúsund manns hafi komið inn á vinnumarkaðinn í sumar og þá fyrst og fremst frá Póllandi. Það virðist ekki koma fram neinn slaki í eftirspurninni eftir vinnuafli,“ segir hann. Norðurlöndin eiga öll við svipuð vandamál að stríða því erfitt er að stjórna flæðinu. Stöðugt birtast fréttir um undirboð á vinnumarkaði og mál koma inn á borð skattyfirvalda, lögreglu og verkalýðsfélaga. Misjafnt er hvernig Norðurlöndin hafa tekið við fólki frá nýju aðildarríkjum ESB. Íslendingar og Finnar höfðu miklar aðgangstakmarkanir en opnuðu fyrir flæðið 1. maí með skráningu. Danir og Norðmenn hafa slakað á aðgangstakmörkunum en Svíar hafa haft galopinn vinnumarkað í rúm tvö ár og hafa haft litla sem enga stjórn á þróuninni.
Innlent Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Fleiri fréttir Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent