Það var erfiðast að eiga við Ronaldo og Rooney 25. september 2006 12:00 Hafa komið á óvart. Fyrir utan Portsmouth er Reading líklega mesta spútnikliðið það sem af er leiktíðinni í enska boltanum og á laugardag náði liðið jafntefli gegn Manchester United. Hér sjást leikmenn liðsins fagna marki Kevin Doyle sem hann skoraði úr vítaspyrnu í leiknum. Ívar Ingimarsson fær 7 í einkunn hjá Sky Sports fréttastöðinni fyrir frammistöðu sína í jafnteflisleiknum gegn Manchester United á laugardaginn og Brynjar Björn Gunnarsson, sem kom inn á sem varamaður þegar um 20 mínútur voru eftir, fær 5 í einkunn. Enn fremur segir í umfjöllun að Ívar hafi verið mjög öflugur í vörninni ásamt félaga sínum Ibrahima Sonko en að Brynjar Björn hafi verið „allt í lagi“ eins og það segir orðrétt. „Við erum bara sáttir við að hafa fengið annað stigið. Liðið er nú komið með 10 stig eftir sex leiki sem við teljum vel viðunandi,“ sagði Brynjar Björn við Fréttablaðið í gær. Því fer fjarri að leikmenn Reading fái frí eftir erfiðan leik gegn Manchester United því Brynjar var nýkominn af æfingu þegar Fréttablaðið ræddi við hann. „Það var mjög skemmtilegt að taka þátt í þessum leik og ég held að ég geti alveg viðurkennt að Man. Utd sé besta liðið sem við höfum mætt það sem af er,“ sagði Brynjar. „Það var gaman að fá að spreyta sig gegn öllum þessum stjörnum í liðinu en það var erfiðast að eiga við Ronaldo og Rooney. Þeir eru gríðarlega flinkir og Ronaldo skoraði gott mark en mér fannst við samt ná að halda þeim niðri að mestu.“ Það vakti líklega athygli íslenskra sjónvarpsáhorfenda að þegar Brynjar Björn kom inn á um miðjan síðari hálfleik fékk hann leiðbeiningar frá stjóranum Steve Coppell á miða þar sem þeir stóðu við hliðarlínuna. „Þetta er nú ekki neitt sem hann gerir venjulega. Þetta voru bara nokkur taktísk skilaboð sem ég átti að koma áfram til annarra í liðinu, hver átti að dekka hvern í föstum leikatriðum,“ segir Brynjar Björn. Sky segir Hermann Hreiðarsson ekki hafa verið upp á sitt besta í 2-0 tapi Charlton gegn Aston Villa en fær samt 6 í einkunn og þá fékk Heiðar Helguson 5 í einkunn eftir að hafa komið inn á undir lokin í leik Fulham og Chelsea. Segir Sky að Íslendingurinn hafi litlu náð að breyta í sókn Fulham. Enski boltinn Íþróttir Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira
Ívar Ingimarsson fær 7 í einkunn hjá Sky Sports fréttastöðinni fyrir frammistöðu sína í jafnteflisleiknum gegn Manchester United á laugardaginn og Brynjar Björn Gunnarsson, sem kom inn á sem varamaður þegar um 20 mínútur voru eftir, fær 5 í einkunn. Enn fremur segir í umfjöllun að Ívar hafi verið mjög öflugur í vörninni ásamt félaga sínum Ibrahima Sonko en að Brynjar Björn hafi verið „allt í lagi“ eins og það segir orðrétt. „Við erum bara sáttir við að hafa fengið annað stigið. Liðið er nú komið með 10 stig eftir sex leiki sem við teljum vel viðunandi,“ sagði Brynjar Björn við Fréttablaðið í gær. Því fer fjarri að leikmenn Reading fái frí eftir erfiðan leik gegn Manchester United því Brynjar var nýkominn af æfingu þegar Fréttablaðið ræddi við hann. „Það var mjög skemmtilegt að taka þátt í þessum leik og ég held að ég geti alveg viðurkennt að Man. Utd sé besta liðið sem við höfum mætt það sem af er,“ sagði Brynjar. „Það var gaman að fá að spreyta sig gegn öllum þessum stjörnum í liðinu en það var erfiðast að eiga við Ronaldo og Rooney. Þeir eru gríðarlega flinkir og Ronaldo skoraði gott mark en mér fannst við samt ná að halda þeim niðri að mestu.“ Það vakti líklega athygli íslenskra sjónvarpsáhorfenda að þegar Brynjar Björn kom inn á um miðjan síðari hálfleik fékk hann leiðbeiningar frá stjóranum Steve Coppell á miða þar sem þeir stóðu við hliðarlínuna. „Þetta er nú ekki neitt sem hann gerir venjulega. Þetta voru bara nokkur taktísk skilaboð sem ég átti að koma áfram til annarra í liðinu, hver átti að dekka hvern í föstum leikatriðum,“ segir Brynjar Björn. Sky segir Hermann Hreiðarsson ekki hafa verið upp á sitt besta í 2-0 tapi Charlton gegn Aston Villa en fær samt 6 í einkunn og þá fékk Heiðar Helguson 5 í einkunn eftir að hafa komið inn á undir lokin í leik Fulham og Chelsea. Segir Sky að Íslendingurinn hafi litlu náð að breyta í sókn Fulham.
Enski boltinn Íþróttir Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira