Ný þjónusta styttir leiðina 20. september 2006 07:30 Inga María Vilhjálmsdóttir Við heilsugæsluna í Grafarvogi er nú í gangi tilraunaverkefni sem hugsað er sem fyrsta úrræði fyrir fjölskyldur í vanda. Inga María Vilhjálmsdóttir, félagsráðgjafi við heilsugæsluna í Grafarvogi, segir að í meðferðarteyminu sé hægt að veita þeim börnum aðstoð sem stríða við geðræn vandamál af ýmsum toga, eins og til dæmis kvíða sem komið hefur vegna breytinga svo sem skilnaðar eða annarra erfiðleika í fjölskyldunni. Inga María segir þá sem þiggja þjónustuna byrja á því að panta tíma hjá heimilislækni, sem síðan geti vísað viðkomandi í meðferðarteymi barna sem samanstendur af fagaðilum. "Þetta tilraunaverkefni hefur nú staðið yfir í á annað ár og hefur ásóknin verið mikil en þrátt fyrir það hafa biðlistar ekki myndast. Með þessu úrræði geta einstaklingar stytt sér leið ef vandamálið er ekki orðið mjög alvarlegt og virkar þá sem eins konar forvörn. Barna- og unglingageðdeild (BUGL) hefur verið að sinna alvarlegri málum en hefur einnig fengið inn á borð til sín mál sem við getum sinnt og þannig styttum við biðlistana á BUGL að einhverju leyti." Ólafur Guðmundsson, yfirlæknir Barna- og unglingageðdeidar, segir verkefnið í Grafarvogi mikilvægt og þykir líklegt að meðferðarteymi barna létti á sérfræðiþjónustu BUGL. "Ég myndi vilja sjá teymi af þessari gerð við fleiri heilsugæslustöðvar og beina þannig þjónustu á vægari vandamálum til þeirra." Ólafur segir þessa þjónustu einnig mikilvæga þegar BUGL hafi lokið meðferð málsins, til að fylgja málum eftir. "Eins og staðan er núna bíða um 100 börn eftir þjónustu göngudeildar BUGL. Biðtími þeirra er breytilegur eftir eðli vandans en getur farið yfir ár. Þegar beiðnir berast reynum við að finna út hvort hægt sé að afgreiða þær annars staðar og stytta þannig biðlistann. Hingað til hefur heilsugæslan ekki getað sinnt málum barna og unglinga með geðræn vandamál og hverfaþjónusturnar hafa lagt áherslu á félagsleg vandamál og vandamál innan skólanna." Ólafur segir næsta útspil hjá heilbrigðisráðherra, sem hefur leitað álits sænskra lækna um hvernig takast eigi á við geðræn vandamál barna og unglinga. Innlent Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Sjá meira
Við heilsugæsluna í Grafarvogi er nú í gangi tilraunaverkefni sem hugsað er sem fyrsta úrræði fyrir fjölskyldur í vanda. Inga María Vilhjálmsdóttir, félagsráðgjafi við heilsugæsluna í Grafarvogi, segir að í meðferðarteyminu sé hægt að veita þeim börnum aðstoð sem stríða við geðræn vandamál af ýmsum toga, eins og til dæmis kvíða sem komið hefur vegna breytinga svo sem skilnaðar eða annarra erfiðleika í fjölskyldunni. Inga María segir þá sem þiggja þjónustuna byrja á því að panta tíma hjá heimilislækni, sem síðan geti vísað viðkomandi í meðferðarteymi barna sem samanstendur af fagaðilum. "Þetta tilraunaverkefni hefur nú staðið yfir í á annað ár og hefur ásóknin verið mikil en þrátt fyrir það hafa biðlistar ekki myndast. Með þessu úrræði geta einstaklingar stytt sér leið ef vandamálið er ekki orðið mjög alvarlegt og virkar þá sem eins konar forvörn. Barna- og unglingageðdeild (BUGL) hefur verið að sinna alvarlegri málum en hefur einnig fengið inn á borð til sín mál sem við getum sinnt og þannig styttum við biðlistana á BUGL að einhverju leyti." Ólafur Guðmundsson, yfirlæknir Barna- og unglingageðdeidar, segir verkefnið í Grafarvogi mikilvægt og þykir líklegt að meðferðarteymi barna létti á sérfræðiþjónustu BUGL. "Ég myndi vilja sjá teymi af þessari gerð við fleiri heilsugæslustöðvar og beina þannig þjónustu á vægari vandamálum til þeirra." Ólafur segir þessa þjónustu einnig mikilvæga þegar BUGL hafi lokið meðferð málsins, til að fylgja málum eftir. "Eins og staðan er núna bíða um 100 börn eftir þjónustu göngudeildar BUGL. Biðtími þeirra er breytilegur eftir eðli vandans en getur farið yfir ár. Þegar beiðnir berast reynum við að finna út hvort hægt sé að afgreiða þær annars staðar og stytta þannig biðlistann. Hingað til hefur heilsugæslan ekki getað sinnt málum barna og unglinga með geðræn vandamál og hverfaþjónusturnar hafa lagt áherslu á félagsleg vandamál og vandamál innan skólanna." Ólafur segir næsta útspil hjá heilbrigðisráðherra, sem hefur leitað álits sænskra lækna um hvernig takast eigi á við geðræn vandamál barna og unglinga.
Innlent Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Sjá meira