Viðskipti innlent

Lítið framboð á fiski

ýsa 566 tonn af ýsu seldust á fiskmörkuðum í síðustu viku. Þetta er 197 tonnum minna en í vikunni á undan.
ýsa 566 tonn af ýsu seldust á fiskmörkuðum í síðustu viku. Þetta er 197 tonnum minna en í vikunni á undan.

Framboð á fiski var í minni kantinum á fiskmörkuðum í síðustu viku þegar tæplega 1.400 tonn af fiski voru boðin upp.

Fiski­fréttir hafa samkvæmt upplýsingum frá Íslandsmarkaði að þetta sé í minna lagi enda séu um eða yfir 2.000 tonn af fiski í boði á mörkuðum í viku hverri. Er talið að leiðinlegt tíðarfar hafi orðið til þess að hamla veiðum. Til samaburðar voru 1.943 tonn boðin upp í vikunni á undan.

Meðalverð á fiski var hins vegar ágætt eða 155,87 krónur á kíló sem er 12,19 krónum meira en fékkst fyrir hvert kíló af fiski vikuna áður.

Mest seldist af ýsu, en um 566 tonn voru í boði sem er 197 tonnum minna en vikuna á undan, og fengust 159,26 kr/kg fyrir slægða ýsu. Viku áður fengust 136,23 krónur fyrir sama magn. Næstmest seldist af þorski eða 376 tonn, sem er um tvöfalt minna magn en seldist vikuna áður en þá var framboðið mjög gott, að mati Fiskifrétta. Fyrir slægðan þorsk fékkst 221,74 kr/kg en viku áður stóð kílóverðið í 234,21 krónu.

Meðal annarra tegunda sem seldust í meira en 20 tonnum voru steinbítur, hlýri, skarkoli, gullkarfi, keila, skötuselur og ufsi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×