Innlent

Rannsókn heldur áfram í dag

Slökkviliðsmenn frá höfuðborgarsvæðinu Enn eru upptök eldsins í eiturefnamóttökunni í Gufunesi ókunn en rannsókn málsins er í höndum tæknideildar lögreglunnar.
Slökkviliðsmenn frá höfuðborgarsvæðinu Enn eru upptök eldsins í eiturefnamóttökunni í Gufunesi ókunn en rannsókn málsins er í höndum tæknideildar lögreglunnar. MYND/Vilhelm

„Ég er bara að bíða eftir svörum frá lögreglunni en hún hefur rannsókn á málinu eftir helgi,“ segir Einar B. Gunnlaugsson, verkstjóri Efnamóttökunnar, en mikill eldur braust út í eiturefnamóttökunni í Gufunesi á föstudagskvöldið.

Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út eftir að miklar sprengingar urðu inni í móttökunni. Mikill viðbúnaður var á svæðinu og er rannsókn málsins nú komin í hendur tæknideildar lögreglunnar eftir að slökkviliðið lauk störfum sínum í Gufunesi. Þeir hafa nú lokað svæðinu og munu hefjast handa í dag.

Skemmdirnar eru miklar en þær ættu þó ekki að hafa mikil áhrif á starfsemina, sem mun halda áfram á mánudaginn með óbreyttum hætti. Enn sem komið er eru upptök brunans ókunn en Einar telur líklegast að gasleki hafi valdið sprengingunum og eldinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×