Innlent

Vill flýta byggingu á Lýsisreit

Niðurrif Lýsishússins Í stað hússins mun rísa hjúkrunarheimili með níutíu hjúkrunarrýmum.
Niðurrif Lýsishússins Í stað hússins mun rísa hjúkrunarheimili með níutíu hjúkrunarrýmum. MYND/GVA

Niðurrif á húsnæði Lýsis við Grandaveg er langt á veg komið og til stendur að bjóða út byggingu hjúkrunarheimilis fyrir aldraða með níutíu rýmum fyrir Reykvíkinga og Seltirninga.

Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri á Seltjarnaresi, segir að sóst verði eftir því hjá heilbrigðisráðuneytinu að framkvæmdinni verði flýtt. „Hugmyndin var sú að hjúkrunarheimilið yrði tekið í notkun snemma árs 2009. Við viljum flýta verkinu, ef hægt er,“ segir Jónmundur.

Seltjarnarnesbær á lóðina og mun fá um þrjátíu af hjúkrunarrýmunum til sinna afnota. Telur Jónmundur að það muni uppfylla framtíðarþörf bæjarins fyrir hjúkrunarrými.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×