Innlent

Varð vélarvana í Reyðarfirði

Hollenskt tólf þúsund tonna flutningaskip, Aalsmeergracht, varð vélarvana í Reyðarfirði um tíuleytið að kvöldi föstudags. Engin skip í nágrenninu voru nægilega öflug til að geta komið til aðstoðar, svo brugðið var á það ráð að kalla til björgunarskips Slysavarnarfélagsins á Norðfirði og línubátinn Pál Jónsson, sem var staddur austur af Gerpi.

Sérfræðingar sjómælingasviðs Landhelgisgæslunnar voru kallaðir til ráðgjafar um góðan haldbotn fyrir akkeri og var skipinu ráðlagt að kasta akkeri norðvestur af Grímu. Viðgerð stendur yfir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×