Innlent

Bruni í húsi við gæsluvöll

Hús gæsluvallarins Brotinn gluggi og eldsupptök innanhúss hafa ýtt undir grun lögreglu um að íkveikju hafi verið að ræða.
Hús gæsluvallarins Brotinn gluggi og eldsupptök innanhúss hafa ýtt undir grun lögreglu um að íkveikju hafi verið að ræða. MYND/Víkurfréttir

Grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða þegar eldur kom upp í húsnæði við gæsluvöll við Heiðarból í Keflavík klukkan rúmlega átta í gærmorgun. Gluggi í húsinu var brotinn og eldurinn er talinn hafa kviknað innan frá.

Töluverður eldur var í húsinu og mikill reykur. Húsnæðið er þar af leiðandi mikið skemmt, þótt greiðlega hafi gengið að slökkva eldinn. Lögregla segir gæsluvöllinn vera samkomustað unglinga, en þorir þó ekki að segja til um hvort þeir hafi verið viðriðnir brunann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×