Innlent

Vilja fresta því að fylla Hálslón

Stjórn og þingflokkur Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs hefur skorað á ríkisstjórnina og stjórn Landsvirkjunar að fresta því að fylla Hálslón þar til sérstök matsnefnd, skipuð óháðum aðilum, verður fengin til að vinna nýtt áhættumat vegna Kárahnjúkavirkjunar.

Ályktun um þetta var samþykkt á opnum fundi Vinstri grænna við Sauðárfoss í gær. Í henni segir að óvissa hafi ríkt um áhættu vegna framkvæmdarinnar og vísbendingar um þessa áhættu hafi styrkst mjög að undanförnu. Fylling Hálslóns verði ekki aftur tekin.

Valgerður vildi ekki tjá sig um tillögur Vinstri grænna, þar sem hún fer ekki lengur með þennan málaflokk og er ekki framkvæmdaraðili í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×