Verði ekki vísað úr landi 26. ágúst 2006 08:45 Atli Gíslason, lögmaður og varaþingmaður vinstri grænna, lagði fram tvö frumvörp á vorþingi 2004 um réttindi útlendinga og þá sérstaklega kvenna sem hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu eiginmanna sína. Kolbrún Halldórsdóttir og Ögmundur Jónasson munu endurflytja frumvörpin í haust og ef þau verða samþykkt verður konum utan EES-svæðisins ekki vísað úr landi við skilnað hafi þær verið beittar heimilisofbeldi. Frumvörpin voru einnig endurflutt árin 2004-5 og 2005-6, en komust aldrei í gegnum nefnd og fengu ekki afgreiðslu þingsins. Þau fóru í fyrstu umræðu í þinginu og síðan í nefndirnar og þar hafa þau ætíð sofnað. Ég held að ríkisstjórnarflokkarnir hafi ekki áhuga á því að frumvörp frá stjórnarandstöðunni nái fram að ganga, jafnvel þegar um svo brýn málefni er að ræða. Það er mín skýring á þessu. Einnig hef ég flutt þetta mál sem breytingartilllögu á lögum um útlendinga. Ég hef fylgt þessu eftir mjög stíft en ekki haft erindi sem erfiði, segir Atli. Atli telur að brottrekstur erlendra kvenna sem hafa orðið fyrir ofbeldi sé í andstöðu við alþjóðasamning nr. 10/1979, um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi sem Ísland hefur samþykkt. Haft var eftir Gissuri Péturssyni, forstjóra Vinnumálastofnunar, í fyrradag að konur í þessari stöðu geti sótt um dvalarleyfi af mannúðarástæðum og fengið í kjölfarið atvinnuleyfi á þeim forsendum, en lögfræðingur Alþjóðahúss telur að sú leið hafi ekki verið raunhæfur möguleiki hingað til. Dvalarleyfi af mannúðarástæðum eru veitt mjög sjaldan og ég veit ekki um nein tilfelli nema í tengslum við hælisumsóknir. Eins og ástæður hafa verið hingað til fannst mér þetta ekki líkleg leið, segir Margrét, en fagnar því verði erlendum konum, sem beittar hafi verið ofbeldi, gert kleift að fá dvalarleyfi af mannúðarástæðum sem og atvinnuleyfi. Ekki náðist í Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra vegna málsins. Innlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Atli Gíslason, lögmaður og varaþingmaður vinstri grænna, lagði fram tvö frumvörp á vorþingi 2004 um réttindi útlendinga og þá sérstaklega kvenna sem hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu eiginmanna sína. Kolbrún Halldórsdóttir og Ögmundur Jónasson munu endurflytja frumvörpin í haust og ef þau verða samþykkt verður konum utan EES-svæðisins ekki vísað úr landi við skilnað hafi þær verið beittar heimilisofbeldi. Frumvörpin voru einnig endurflutt árin 2004-5 og 2005-6, en komust aldrei í gegnum nefnd og fengu ekki afgreiðslu þingsins. Þau fóru í fyrstu umræðu í þinginu og síðan í nefndirnar og þar hafa þau ætíð sofnað. Ég held að ríkisstjórnarflokkarnir hafi ekki áhuga á því að frumvörp frá stjórnarandstöðunni nái fram að ganga, jafnvel þegar um svo brýn málefni er að ræða. Það er mín skýring á þessu. Einnig hef ég flutt þetta mál sem breytingartilllögu á lögum um útlendinga. Ég hef fylgt þessu eftir mjög stíft en ekki haft erindi sem erfiði, segir Atli. Atli telur að brottrekstur erlendra kvenna sem hafa orðið fyrir ofbeldi sé í andstöðu við alþjóðasamning nr. 10/1979, um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi sem Ísland hefur samþykkt. Haft var eftir Gissuri Péturssyni, forstjóra Vinnumálastofnunar, í fyrradag að konur í þessari stöðu geti sótt um dvalarleyfi af mannúðarástæðum og fengið í kjölfarið atvinnuleyfi á þeim forsendum, en lögfræðingur Alþjóðahúss telur að sú leið hafi ekki verið raunhæfur möguleiki hingað til. Dvalarleyfi af mannúðarástæðum eru veitt mjög sjaldan og ég veit ekki um nein tilfelli nema í tengslum við hælisumsóknir. Eins og ástæður hafa verið hingað til fannst mér þetta ekki líkleg leið, segir Margrét, en fagnar því verði erlendum konum, sem beittar hafi verið ofbeldi, gert kleift að fá dvalarleyfi af mannúðarástæðum sem og atvinnuleyfi. Ekki náðist í Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra vegna málsins.
Innlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira