Innlent

Lægsta tilboðið hjá Elísabetu

Tryggingafélagið Elísa­bet býður upp á lægsta og Sjóvá hæsta ársiðgjald fyrir lögboðna ábyrgðartryggingu ökutækis, slysatryggingu ökumanns og eiganda og framrúðutryggingu ef marka má verðkönnun sem ASÍ lét gera hjá sex tryggingafélögum í ágúst.

Verðlagseftirlit ASÍ fékk bifreiðareiganda til að fá tilboð hjá tryggingafélögum í lögboðnar ökutækjatryggingar og framrúðutryggingu fyrir Volkswagen Golf. Tilboðið hjá Elísabetu nam rúmlega fimmtíu og eitt þúsund krónum og tæplega áttatíu þúsund krónum hjá Sjóvá-Almennum á ársgrundvelli. Munurinn er um tuttugu og níu þúsund krónur, eða um fimmtíu og sex prósent.

Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár, segir að ekki sé um marktækan samanburð að ræða þar sem ekki sé tekið tillit til þeirra afslátta sem langflestir viðskiptavinir Sjóvár fái. Slíkur afsláttur fáist ekki hjá öllum félögum.

Jón Páll Leifsson, rekstrarstjóri Elísabetar, segir niðurstöðuna í takt við eigin athuganir. „Við stefndum að því að vera ódýrastir og það hefur tekist,“ segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×