Innlent

Óttast um starfsgrein sína

Bændur óttast um starfsgrein sína ef tollar verða afnumdir á innfluttum landbúnaðarafurðum og eru ekki tilbúnir til að takast á við hugsanlega samkeppni, að sögn Þórarins G. Sverrissonar, formanns stéttarfélagsins Öldunnar á Sauðárkróki.

Þórarinn hefur, ásamt sautján öðrum starfsmönnum Starfgreinafélags Íslands, skrifað undir yfirlýsingu þess efnis að ASÍ móti sameiginlega stefnu aðildarfélaga um íslenskan landbúnað. Þórarinn segir ekki öruggt að lækkun tolla skili sér til neytenda en samkvæmt ASÍ myndi niðurfelling tolla á búvörum lækka matvælaverð um sextán prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×