Innlent

Geir treystir Landsvirkjun

Forsætisráðherra á Kárahnjúkum Geir H. Haarde telur ástæðulaust að fólk hafi áhyggjur af því að Kárahnjúkavirkjun sé ekki örugg.
Forsætisráðherra á Kárahnjúkum Geir H. Haarde telur ástæðulaust að fólk hafi áhyggjur af því að Kárahnjúkavirkjun sé ekki örugg. MYND/Vilhelm

Geir H. Haarde forsætisráðherra telur ekki tilefni til að Alþingi komi saman til að ræða um greinargerð Gríms Björnssonar, jarðeðlisfræðings um Kárahnjúkavirkjun.

„Þingið kemur saman annan október, eins og lög gera ráð fyrir, og ég sé enga ástæðu til að það gerist neitt fyrr,“ sagði Geir í gær.

Geir telur ástæðulaust að fólk hafi áhyggjur af að Kárahnjúkavirkjun sé ekki örugg. „Ég treysti fullkomlega því sem fram er komið af hálfu Landsvirkjunar og Orkustofnunar um þessi mál og tel að það sé ekki ástæða til annars en að taka það sem þetta fólk hefur sagt fyllilega alvarlega.“ Geir telur fráleitt að gera því skóna að upplýsingum hafi vísvitandi verið haldið leyndum en segir iðnaðarráðherra fara yfir málið og afla allra upplýsinga sem tiltækar eru. Þá telur hann ekki ástæðu til að breyta áformum um fyllingu Hálslóns. Brugðist hafi verið við ábendingum og ráðist í kostnaðarsamar framkvæmdir til að tryggja öryggi mannvirkisins enn betur en áður hafði verið ákveðið.

Geir tók fram að hann hefði ekki lesið skýrslu Gríms Björnssonar og gæti því ekki svarað því hvort rétt hefði verið að ræða efni hennar á þingi en það var þar til umfjöllunar árið 2002.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×