Innlent

Um fimmtungs nafnávöxtun

Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV), næst stærsti lífeyrissjóðurinn, og Gildi, sá þriðji stærsti, skiluðu um tuttugu prósenta nafnávöxtun á fyrri hluta ársins. Ávöxtun LV var þó heldur hærri.

Eignir LV hækkuðu um 26 milljarða króna á fyrri hluta ársins og stóðu í 217 milljörðum í lok júní. Raunávöxtun nam 10,4 prósent á ársgrundvelli. Hækkun á erlendri verðbréfaeign einkenndi tímabilið.

Eignir Gildis hækkuðu um 17,2 milljarða króna á tímabilinu og voru 198,5 milljarðar króna um mitt ár. Raunávöxtun á fyrri hluta árs nam 6,7 prósentum en ávöxtun var ágæt af erlendri verðbréfaeign og skuldabréfum sjóðsins. Innlend hlutabréf lækkuðu hins vegar lítils háttar.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×